Vorsópun heldur áfram eftir stutt hlé vegna veðurs Posted apríl 11, 2022 by avista Sópun gatna hófst aftur í morgun eftir stutt hlé vegna veðurs Sópun á aðalgötum í Hafnarfirði hófst um mánaðarmót og mun standa yfir til og með 5. maí. Sópun hefur seinkað um nokkra daga vegna snjókomu og frosts en nú er aftur brostið á með vorblíðu. Gangstéttir verða sópaðar á tímabilinu 1.apríl – 10. maí, […]
Bjartir dagar 2022 Posted apríl 8, 2022 by avista Framundan eru Bjartir dagar í Hafnarfirði pakkaðir af fjölbreyttum viðburðum sem stofnanir bæjarins, íþróttafélög, félagasamtök, fyrirtæki og einstaklingar standa fyrir. Hátíðin hefur haldist í hendur við Sumardaginn fyrsta undanfarin ár en mun, líkt og síðustu tvö árin, standa yfir lengur og vera hattur fjölbreyttra menningarviðburða í allt sumar. Sérstök áhersla er lögð á þátttöku barna […]
Nýsköpun í búsetuþjónustu við fatlað fólk Posted apríl 7, 2022 by avista Fyrsti búsetukjarni sinnar tegundar í landinu Tímamótasamningur sem undirritaður var í upphafi árs 2019 er orðinn að veruleika með flutningi íbúa á ný og falleg heimili í búsetukjarna að Stuðlaskarði í Hafnarfirði. Þjónustusamningur Hafnarfjarðarbæjar við rekstrarfélagið Vinabæ á sér ekki fordæmi og felur í sér aðlagaða og sérhæfða búsetuþjónustu þar sem notendur sjálfir hafa bein […]
Viðburða- og menningarstyrkir í kjölfar Covid-19 Posted apríl 6, 2022 by avista Bæjarráð auglýsir sérstaka viðburða- og menningarstyrki í kjölfar Covid-19 lausa til umsóknar. Umsóknarfrestur er til og með 25. apríl og verða styrkirnir teknir til úthlutunar í bæjarráði. Umsækjendur verða að tengjast Hafnarfirði með einhverjum hætti. Til dæmis með fastri búsetu einstaklinga, með því að viðburðurinn eða verkefnið sem styrkt er fari fram í Hafnarfirði og/eða […]
Fræðsla um forvarnir sem auka öryggi barna Posted apríl 5, 2022 by avista Fræðsla um forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi fyrir íþróttafélög, starfsfólk og þjálfara Hvenær: Þriðjudaginn 12. apríl kl. 12 Hvar: Rafrænt – ýta hér til að mæta til fundar Hafnarfjarðarbær hefur samið við Barnaheill um fræðslu fyrir starfsfólk um forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum. Hátt í 1000 starfsmenn bæjarins hafa á síðustu árum sótt námskeið sem […]
Sameiginleg yfirlýsing um samstarf vegna sorphirðu Posted apríl 1, 2022 by avista Fulltrúar sveitafélaganna á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu sameiginlega yfirlýsingu um samstarf vegna sorphirðu á dögunum í móttöku- og flokkunarstöð SORPU í Gufunesi. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa lengi kallað eftir samræmdu sorphirðukerfi við heimili og sérsöfnun á lífrænum eldhúsúrgangi. Undanfarna mánuði hafa Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) unnið að undirbúningi á slíku og var skýrsla starfshóps um samræningu […]
Fimmti hópurinn útskrifast úr Fjölþættri heilsueflingu 65+ Posted apríl 1, 2022 by avista Nú í vikunni lauk fimmti hópurinn í Fjölþættri heilsueflingu 65+ í Hafnarfirði undir umsjón Janusar heilsueflingar tveggja ára heilsueflingarferli. Það hefur verið hefð frá upphafi að hafa sérstakan útskriftardag fyrir þá hópa sem ljúka þessu tveggja ára ferli. Útskriftarhópurinn með starfsfólki Janusar heilsueflingar og Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra. Fjarþjálfun sinnt af krafti á tímum Covid19 – […]
Menntastefna í mótun – vinnu lýkur á vormánuðum Posted mars 31, 2022 by avista Unnið hefur verið að gerð menntastefnu Hafnarfjarðar undanfarin misseri en vinnu við gerð menntastefnunnar var formlega ýtt úr vör haustið 2019. Heimsfaraldur hefur haft sín áhrif á framvindu mála og hraða vinnunnar enda hafa menntaleiðtogar, sem eru fulltrúar allra skóla, og aðrir haft í nógu að snúast. Með hækkandi sól og engum takmörkunum eru menntaleiðtogar […]
Vorverkin eru hafin – sópun gatna hófst í dag Posted mars 31, 2022 by avista Sópun á aðalgötum í Hafnarfirði hófst í dag og mun vorsópun innan hverfa hefjast á morgun. Vorsópun stendur yfir dagana 1. – 29. apríl. Gangstéttir verða sópaðar á tímabilinu 1.apríl – 10. maí, eyjaþvottur mun fara fram dagana 7. – 13. apríl og sópun og þvottur bílastæða dagana 25. – 30. apríl. Vatnsþvottur á aðalgötum […]
Það er að bresta á með Björtum dögum 2022 Posted mars 30, 2022 by avista Framundan eru Bjartir dagar, menningarhátíð sem endurspeglar allt það fjölbreytta menningarstarf sem á sér stað í Hafnarfirði og stofnanir, félagasamtök, fyrirtæki og einstaklingar standa að. Bjartir dagar hefjast, með fyrstu bæjarhátíð sumarsins, dagana 20.-24. apríl. Hátíðin hefur haldist í hendur við Sumardaginn fyrsta undanfarin ár en mun, líkt og síðustu tvö árin, standa yfir lengur […]