Úthlutun lóðar að Ásvöllum 3 Posted mars 28, 2022 by avista Á fundi bæjarstjórnar 23. mars sl. var samþykkt að úthluta Byggingafélagi Gylfa og Gunnars hf. (BYGG) lóðinni að Ásvöllum 3 til að byggja allt að 110 íbúðir í fjölbýli. Lóðin var auglýst til úthlutunar þann 27. desember sl. og skyldi tilboðum skilað inn í síðasta lagi 28. janúar sl. Alls bárust 10 tilboð í lóðina […]
Ertu 18 ára eða eldri og í leit að sumarstarfi? Posted mars 28, 2022 by avista Ertu í leit að sumarstarfi og langar að starfa í gefandi og líflegu starfsumhverfi Hafnarfjarðarbær er með til auglýsingar fjölbreytt störf fyrir áhugasama sumarið 2022. Vakin er sérstök athygli á því að umsóknarfrestur í flest meðfylgjandi starfa rennur út mánaðarmótin mars/apríl. Stökktu á möguleikana og tækifærin sem í boði eru hjá bænum þetta sumarið! Yfirlit […]
Framboðsfrestur vegna sveitarstjórnarkosninga 2022 Posted mars 24, 2022 by avista Tekið á móti framboðslistum frá kl. 10-12 föstudaginn 8. apríl 2022 Framboðsfrestur vegna sveitarstjórnarkosninga í Hafnarfirði sem fram fara laugardaginn 14. maí 2022 rennur út föstudaginn 8. apríl nk. kl. 12. Yfirkjörstjórn mun þann dag hafa aðsetur í fundarsal bæjarráðs Hafnarfjarðar, Strandgötu 6, 2. hæð frá kl. 10 – 12 og veita framboðslistum viðtöku. Hverjum framboðslista […]
Upplestrarhátíð sem gefur og gleður Posted mars 24, 2022 by avista Lokahátíð nýrrar upplestrarkeppni byggir á góðum grunni Um 250 gestir, listafólk og 18 þátttakendur tóku þátt í lokahátíð nýrrar hafnfirskrar upplestrarkeppni sem ber heitið Upplestrarkeppni 7. bekkinga í grunnskólum Hafnarfjarðar. Hátíðin var haldin sl. þriðjudag í Víðistaðakirkju og tekur við af Stóru upplestrarkeppninni sem notið hefur mikilla vinsælda um árabil. Tveir nemendur frá hverjum grunnskóla […]
Dagur Norðurlanda Posted mars 23, 2022 by avista Dagur Norðurlanda – dagur norræns samstarfs og vinarhugar – er í dag 23. mars en árið 2022 er því fagnað að Norræna félagið á Íslandi verður 100 ára. Af því tilefni hefur verið sett upp vefsíða sem fer yfir afmælisárið og heldur utan um alla þá norrænu viðburði sem verða á dagskrá á afmælisárinu. Einnig […]
Mikið dansað og sungið á Grunnskólahátíðinni Posted mars 22, 2022 by avista Eftir langa bið var loks hægt að halda Grunnskólahátíðina Félagsmiðstöðvar í Hafnarfirði hafa til fjölda ára haldið Grunnskólahátíðina og hefur hátíðin notið gríðarlegra vinsælda meðal hafnfirskra ungmenna. Hátíðin er í venjulegu ári haldin fyrsta miðvikudag í febrúar en undanfarin tvö ár hefur hátíðin bæði fallið niður og dagsetning riðlast vegna heimfaraldurs. Um leið og grænt […]
Farsæld barna í Hafnarfirði Posted mars 21, 2022 by avista Tímamótalöggjöf sem ýtir undir aðlagaða og samþætta þjónustu án hindrana Um áramótin tóku í gildi lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Hér er um tímamótalöggjöf að ræða en meginmarkmið laganna er að skapa umgjörð sem stuðlar að því að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að samþættri þjónustu við […]
Opið fyrir umsóknir í vinnuskóla fyrir 18 ára og eldri Posted mars 18, 2022 by avista Opnað hefur verið fyrir umsóknir hjá Vinnuskóla Hafnarfjarðar fyrir 18 ára og eldri. Vinnuskólinn leitar eftir duglegum og öflugum einstaklingum til starfa í sumar. Störf flokkstjóra 21 árs og eldri (fæddir 2001 eða fyrr) Flokksstjórar almennra hópa Flokkstjórar morgunhóps, Hellisgerði, listahóps og jafningjafræðslu Flokkstjórar hjá félögum Sumarstörf fyrir 18 ára og eldri (fædd 2004 eða […]
Skrá útvörp í sjálfboðavinnu Posted mars 17, 2022 by avista Félagarnir Jón Már Richardsson og Sigurður Harðarson tóku að sér það stóra verkefni í sjálboðastarfi að skrásetja stórt útvarpssafn frá Þór Gunnarssyni fyrrverandi Sparisjóðsstjóra, og önnur útvörp sem varðveitt eru í Beggubúð á Byggðasafni Hafnarfjarðar. Jón Már og Sigurður komu nokkra daga í viku í janúar og febrúar og eru búnir að skrá yfir 200 […]
Áslandsskóli veit svarið Posted mars 16, 2022 by avista S.l. mánudag fór fram úrslitakeppni „Veistu svarið“ í bæjarbíó. Veistu svarið, er spurningakeppni grunnskólanna í Hafnarfirði og er keppnin með útsláttarfyrirkomulagi. Skólarnir sem tóku þátt voru: Nú framsýn menntun, Lækjaskóli, Víðistaðaskóli, Hraunvallaskóli, Setbergsskóli, Hvaleyraskóli, Áslandsskóli og Öldutúnsskóli. Í 4.liða úrslitum kepptu Hraunvallaskóli – Setbergsskóli og Hvaleyraskóli – Áslandsskóli og í úrslitum á mánudaginn kepptu Setbergsskóli […]