Category: Fréttir

Landsmót Samfés og landsþing – 44 ungmenni frá Hafnarfirði

„Hvað finnst okkur“ – viðspyrnuaðgerðir ungs fólks Landsmót Samfés og Landsþing ungs fólks fór fram helgina 4.-6. mars á Hvolsvelli þar sem um 370 unglingar á aldrinum 13-16 ára frá félagsmiðstöðvum víðsvegar að af landinu komu saman. Á dagskrá var meðal annars kjör í Ungmennaráð Samfés sem er skipað fulltrúum úr öllum landshlutum, fjölbreyttar valdeflandi […]

Gaflaraleikhúsið hlaut hvatingarverðlaun MsH 2022

Hvatningaverðlaun Markaðsstofu Hafnarfjarðar voru veitt í sjötta sinn á s.l. fimmtudag við hátíðlega og skemmtilega athöfn í Hafnarborg. Gaflaraleikhúsið fékk hvatningaverðlaunin að þessu sinni meðal annars fyrir fyrir að standa fyrir mörgum frábærum sýningum í gegnum árin sem eru ómetanlegar fyrir menningarlíf bæjarins og mikill gleðigjafi. Sjá tilkynningu og fleiri myndir á vef MsH Við […]

Ertu á aldrinum 16-18 ára með brennandi áhuga á mannréttindamálum?

Viltu koma með okkur til Uppsala í Svíþjóð og ræða mannréttindamál og þátttöku ungs fólks í ákvörðunartöku fyrir sitt nærsamfélag? Ungmennahúsið Hamarinn leitar að 8 ungmennum á aldrinum 16-18 ára, sem hafa brennandi áhuga á mannréttindamálum og hvernig ungt fólk getur komið betur að því að hafa áhrif á sitt nærsamfélag, til að koma með […]

Skoðanakönnun um útivistarsvæði í Hafnarfirði

Menningar- og ferðamálanefnd óskar eftir þátttöku íbúa og vina Hafnarfjarðar í laufléttri og stuttri könnun. Spurt er um atriði sem tengjast útivistarsvæðunum við Hvaleyrarvatn, Ástjörn/Ásfjall, Helgafell, Hellisgerði og Víðistaðatún og snúa meðal annars að nýtingu á útivistarsvæðunum, í hvaða tilgangi svæðin eru sótt og hugmyndum um hvernig hægt er að gera betur. Álit og skoðun […]

Hafnarfjörður stækkar!

Ný hverfi verða til og eldri hverfi verða stærri Hafnarfjarðarbær hefur sett í loftið nýja upplýsingasíðu um þá uppbyggingu sem er að eiga sér stað í Hafnarfirði og mun eiga sér stað í náinni framtíð. Varpað er ljósi á uppbyggingu á tímabilinu 2017-2040 með áherslu á árin 2021-2031. Samantekt byggir á samþykktu skipulagi fyrir Hafnarfjörð […]

Söngfuglar í Söngkeppni Hafnarfjarðar

Söngkeppni félagsmiðstöðva Hafnarfjarðar var haldin í bæjarbíói þann 9.mars. Hópur ungra tónlistamanna tók þátt og var keppnin ansi hörð og var valið síður en svo einfalt fyrir dómarana, þau Klöru Ósk Elíasdóttur söngkonu, Andra Ómarsson verkefnastjóra menningar og markaðsmála hjá Hafnarfirði og Helenu Guðjónsdóttur tónmenntakennara í Skarðshlíðarskóla. Það var mikil stemmning í húsinu og gaman […]

Stöðug þróun í aðstoð við fatlað fólk

Hafnarfjörður er fram­sækinn bær þegar kemur að þjónustu við fatlað fólk. Hugsað er út fyrir boxið og farnar nýjar leiðir til að bæta umhverfi og aðgengi. Marg­víslegar áskoranir komu upp hjá starfsfólki í Covid og nýjungar litu dagsins ljós. Hrönn Hilmarsdóttir, deildarstjóri þróunar og reksturs í málefnum fatlaðs fólks hjá Hafnarfjarðarbæ, hefur starfað hjá bænum […]

Brúin veitir stuðning í nærumhverfi barna

Brúin veitir stuðning í nærumhverfi barna og fjölskyldna  Brúin er verklag sem keyrt hefur verið hjá Hafnarfjarðarbæ síðustu ár. Verklagið hefur stuðlað að aukinni samvinnu kerfa og sviða sem snúa að velferð barna og foreldra þeirra. Forvinna Brúarinnar hófst árið 2016 þegar starfsfólki fjölskyldu- og barnamálasviðs og mennta- og lýðheilsusviðs fannst þörf á aukinni samvinnu […]

Bjarg íbúðafélag byggir 148 íbúðir í Hamranesi

Gert ráð fyrir að fyrstu íbúarnir flytji inn í upphafi árs 2023 Framkvæmdir við uppbyggingu á 148 íbúðum Bjargs íbúðafélags við Nónhamar og Hringhamar í Hamranesi í Hafnarfirði ganga vel. Uppbyggingin byggir á samkomulagi Hafnarfjarðarbæjar og Bjargs íbúðafélags á grundvelli laga um almennar íbúðir en Hafnarfjarðarbær lagði til 12% af stofnvirði íbúðanna eða um 550 […]

Þverfaglegt starf í þágu flóttafólks

Ægir Örn Sigurgeirsson er deildarstjóri stoðþjónustu flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd í Hafnarfirði. Ægir er menntaður félagsráðgjafi, verkefnastjóri MPM og starfaði um árabil hjá barnaverndarnefnd. „Í lok árs 2018 settum við af stað tilraunaverkefni til átta mánaða í Hafnarfirði til þess að auka sérhæfingu í þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd og aðstoða fólk […]