Frítt í sund og á skauta fyrir Grindvíkinga

Fréttir

Hjörtu Hafnfirðinga, eins og annarra landsmanna, slá með Grindvíkingum þessa dagana. Íbúar Grindavíkur búa við mikla óvissu og vilji íbúa og starfsfólks sveitarfélagsins til að aðstoða og létta undir með einstaklingum og fjölskyldum mikill.

Hjörtu Hafnfirðinga, eins og annarra landsmanna, slá með Grindvíkingum þessa dagana. Íbúar Grindavíkur búa við mikla óvissu og vilji íbúa og starfsfólks sveitarfélagsins til að aðstoða og létta undir með einstaklingum og fjölskyldum mikill.

Boð í allar þrjár sundlaugar bæjarins

Hafnarfjarðarbær býður Grindvíkingum frítt í sund í allar þrjár sundlaugar bæjarins. Allar upplýsingar um sundlaugar bæjarins; opnunartíma, staðsetningu og aðstöðuna í hverri laug má finna hér. Sundlaugar | Hafnarfjörður (hafnarfjordur.is). Boðið gildir frá og með opnun á morgun sunnudag en vakin er athygli á því að Suðurbæjarlaug við Hringbraut er einungis opin á morgun. Ásvallalaug og Sundhöll Hafnarfjarðar opna svo aftur snemma á mánudagsmorgun og allar laugar opnar fram á kvöld alla vikuna.

Boð á skauta í hjarta Hafnarfjarðar

Í samstarfi við Bæjarbíó býður Hafnarfjarðarbær Grindvíkingum að auki frítt á skauta í hjarta Hafnarfjarðar. Hjartasvellið opnaði í gær föstudag fyrir framan Bæjarbíó og Bókasafn Hafnarfjarðar og verður opið allar komandi helgar fram að jólum. Föstudaga frá kl. 16-21, laugardaga frá kl. 12-21 og sunnudaga frá kl. 12-18. Sérstök auka opnun verður á Hjartasvellinu á mánudaginn 13. nóvember frá kl. 13-18 vegna skipulagsdaga í Hafnarfirði og áfram út vikuna fyrir Grindvíkinga. Allt um opnunartíma, framkvæmd og fyrirkomulag á Hjartasvellinu má finna hér: Tix.is – Hjartasvellið. Frá og með þriðjudeginum 14. nóvember munu Grindvíkingar geta bókað fríferðir í gegnum tix.is en þar til þá er íbúum einfaldlega boðið að mæta á Hjartasvellið sunnudaginn 12. nóvember frá kl. 12-18 og mánudaginn 13. nóvember frá kl. 13- 18. Skautar og hjálmar á staðnum fyrir alla og hlýjar móttöku.

Hafnarfjarðarbær sendir hugheilar kveðjur til íbúa Grindavíkur sem þurftu að yfirgefa heimilin sín í gærkvöldi vegna jarðhræringa og hættu á eldgosi. Hugur okkar er hjá ykkur!

Ábendingagátt