Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

14. desember 2011 kl. 13:15

í fundarherbergi framkvæmdasviðs, Norðurhellu 2

Fundur 389

Mætt til fundar

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Anna Sofia Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1112052 – Sörlaskeið 13a, endurnýjun á byggingarleyfi

      Hestamannafélagið Sörli sækir um endurnýjun á byggingarleyfi frá 16.12.09 málsnúmer 0910026. Sigurður Gunnar Markússon byggingastjóri er tryggður hjá Verði 09.12.11-08.12.12

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

    • 1111347 – Einiberg 17, breyting á byggingarleyfi

      Páll Sveinbjörnsson sækir um 28.11.11 um að breyta hurð í bílskúr í tvöfalda hurð samkvæmt teikningum Sveins Ívarssonar dags.15.10.08 breytt 18.11.11.Skipulags- og byggingarfulltrúi óskaði 30.11.2011 eftir samþykki Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.Umsögn SHS barst 12.12.2011.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1112114 – Áramótabrenna og Þrettándagleði, Samstarfssamningur 2011-12

      Knattspyrnufélagið Haukar sækir um leyfi fyrir áramótabrennu á auðri lóð að Tjarnarvöllum 7, Hafnarfirði, sama stað og undanfarin ár.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi fellst á að veita umbeðið leyfi með fyrirvara um samþykki slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.

    • 1110290 – Kaldárselsvegur, reiðleið í beygju.

      Haraldur Guðfinnsson form. reiðveganefnar Sörla óskar eftir að reiðleiðir í upplandinu verði endurskoðaðar skv. meðfylgjandi uppdrætti.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1111340 – Ásvellir, merkingar á íþróttahúsi Hauka, Schenker.

      Lagt fram bréf Magnúsar Gunnarssonar f.h. Knattspyrnufélagsins Hauka, dags. 09.12.11 þar sem formlega er óskað eftir ad Hafnarfjarðarbær$line$veiti heimild fyrir skiltum á svæði félagsins, sem þegar hefur verið komið fyrir á íþróttamiðstöð Hauka.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1108120 – Hnoðravellir 56-58.Umgengni á lóð.

      Borist hafa ítrekaðar kvartanir frá nágrönnum vegna slæmrar umgengni á lóð.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekar tilmæli sín. Verði ekki brugðist við erindinu innan 5 vikna mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á lóðarhafa í samræmi við 56. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

    • 1105039 – Þrastarás 44, lokaúttekt

      Lokaúttekt fór fram þann 05.05.11. Athugasemdir voru gerðar. Frestur var veittur til 15.09.11.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til lokaúttektar dags. 18.01.12 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra er skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um.

Ábendingagátt