Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

15. ágúst 2012 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 422

Mætt til fundar

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • Anna Sofia Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. B-hluti skipulagserindi

    • 1208055 – Brekkuás 9-11, byggingarstig og notkun.

      Íbúðir í húsinu hafa verið auglýstar til sölu sem fullgerðar, en hvorki hefur farið fram öryggisúttekt né lokaúttekt.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að sækja um lokaúttekt eða öryggisúttekt innan 4 vikna.

    • 1208053 – Glitberg 3, Fyrirspurn

      Guðjón Þór Jónsson leggur inn fyrirspurn um stækkun á húsi á þegar samþykktum teikningum.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur neikvætt í erindið, sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1208019 – Garðavegur 15,stækkun á bílastæði

      Sævar Guðmundsson leggur inn fyrirspurn um stækkun á bílastæði við Garðaveg 15. Umsögn Umhverfis- og framkvæmdasviðs liggur fyrir.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið svo fremi sem bílastæði sé innan lóðar. Til að fá pláss fyrir bílastæði í viðbót þarf að sækja um lóðarstækkun til bæjarráðs. Lóðarhafi mun bera allan kostnað við framkvæmdina og alla aðlögun að bæjarlandi.

    • 1110138 – Dalshraun 11, fyrirspurn vegna bílastæða.

      Húsfélagið Dalshrauni 11. leggur inn 12.10.2011 fyrirspurn um að fjölga bílastæðum, framkvæmdin er engöngu á bæjarlandi. Hún felur í sér að búa til bílastæði á eyjum(gras) og minnka innkeyrslugatið inn á bílastæði frá Stakkahrauni. Eigendur hússins krefjast þess að lóðarmörk húsins verða færð yfir verðandi nýju bílastæði enda stendur til að húsfélagið fjarmagni alla framkvæmdina. Sjá meðfylgjandi gögn. Skipulags-og byggingarfulltrúi óskaði 13.06.2012 eftir umsögn Umhverfis-og framkvæmdasviðs,sem tók jákvætt í breytingarnar 20.06.2012.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið svo fremi sem bílastæði sé innan lóðar. Til að fá pláss fyrir bílastæði í viðbót þarf að sækja um lóðarstækkun til bæjarráðs. Lóðarhafi mun bera allan kostnað við framkvæmdina og alla aðlögun að bæjarlandi.

    • 1107068 – Holtabyggð 1, bifreiðageymslur skráning og notkun

      Bifreiðageymslur við Holtabyggð 1 eru skráðar á byggingarstigi 1, en þær eru fullbyggðar og hafa verið teknar í notkun. Fokheldisúttekt vantar ásamt lokaúttekt. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 06.07.11 byggingarstjóra/eigendum skylt að sækja um fokheldisúttekt innan þriggja vikna og síðan lokaúttekt í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekaði tilmæli sín. Yrði ekki brugðist við því innan fjögurra vikna mundi skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæðum laga um mannvirki nr. 160/2010 til að knýja fram úrbætur. Hilmar Árnason óskaði eftir fresti til 1.6.2012, en ekkert hefur gerst í málinu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi mun leggja dagsektir á eiganda skv. 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 verði ekki brugðist við erindinu innan fjögurra vikna.

    C-hluti erindi endursend

    • 1208050 – Skógarás 1, byggingarleyfi

      Sigrún Óla arkitekt sækir um byggingarleyfi fyrir hönd lóðarhafa á Skógarási 1 í samræmi við meðfylgjandi teikningar dags. 26.7.2012.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

Ábendingagátt