Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

12. desember 2012 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 439

Mætt til fundar

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1112028 – Björgunarsveit HFJ. staðsetning skilta 2011

      Björgunarsveit Hafnarfjarðar sækir um að setja niður 13 skilti víðsvegar um bæinn til að auglýsa sína árlegu jólatrjáa- og flugeldasölu.

      Leyfi er veitt fyrir uppsetningu þessara skilta með því skilyrði að tryggilega verði gengið frá þeim gagnvart vindi og veðrum. Hafnarfjarðarbær ber enga ábyrð á skaða sem hljótast kann af þeim sökum. Eins skal leita eftir umsögn Vegagerðarinnar varðandi skilti á svæðum í þeirra umsjá. Öll skilti skulu vera farin niður 8. janúar 2013.

    • 1212095 – Hraunavíkurvegur, skilti

      Helga Stefánsdóttir f.h. umhverfis- og hönnunardeildar óskar eftir því í tölvupósti dags. 10. desember 2012 að setja upp hjóla- og gönguleiðaskilti við Hraunavíkurveg skv. meðfylgjandi gögnum.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið enda er það í samræmi við þá skiltareglugerð sem nú er gildi.

    • 1212038 – Gjáhella 4.breyting á áður samþykktum teikningum

      Héðinn hf, Vélsmiðja sækir þann 04.12.12 um leyfi til að breyta áður samþykktum teikningum samkvæmt uppdráttum dagst. 10.10.2007.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1210291 – Eyrartröð 3, breyting

      Heiðarverk ehf sækir um 11.10.12 um að breyta innra skipulagi.Rýmum fækkað samkvæmt teikningum $line$Guðna Pálsonar dags.10.06.06 breytt 10.10.12$line$Nýjar teikningar bárust 31.10.12 og 07.12.12.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1203138 – Eskivellir 13, umgengni á lóð

      Slysahætta af girðingu og umgengni ábótavant við Eskivelli 13.Sjá ljósmyndir af staðnum. Brugðist var við erindinu, en sótt hefur í sama horf.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir lóðarhafa skylt að gera fullnægjandi ráðstafanir til að bregðast við erindinu.

    • 1104141 – Kaplahraun 2-4.Umgengni á lóð.

      Komið hefur í ljós að frágangur á bílaplani er ekki fullnægjandi þar sem engin niðurföll eru innan lóðar og allt vatn rennur útá götu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir lóðarhafa skylt að gera fullnægjandi ráðstafanir til þess að yfirborðsvatn af lóð hans valdi ekki tjóni eða óþægindum á nágrannalóð eða gangstétt skv. 66. gr. byggingarreglugerðar.

    • 1212108 – Vesturgata 4 umgengni á lóð

      Borist hafa kvartanir um slæma umgengni á lóð veitingahússins.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eiganda skylt að bæta umgengni á lóðinni og fjarlægja drasl sem þar er.

    • 1212111 – Brekkuás 21, fyrirspurn til skipulags- og byggingafulltrúa

      Hildur Bjarnadóttir arkitekt spyr hvort hægt sé að gera tvíbýlishús á lóðinni, í stað einbýlishús.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur neikvætt í erindið. Ekki hefur verið heimilað að skipta eignum í hverfinu.

    C-hluti erindi endursend

    • 1212073 – Kaplahraun 2-4 breyting á byggingarleyfi

      Hýmir ehf sækir 07.12.12 um að breyta innra skipulagi, breyta gluggum og setja girðingu á lóðarmörk samkvæmt teikningum Sigurðar Hafsteinssonar dags. 06.12.12.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

Ábendingagátt