Bæjarráð

11. júní 2009 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3229

Mætt til fundar

Ritari

  • Anna Jörgensdóttir ritari bæjarráðs
  1. Fundargerðir

    • 0901030 – Sorpa bs, fundargerðir 2009

      Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs., fundur nr. 262, frá 25. maí sl.

      <DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0901033 – Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, fundargerðir 2009

      Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, 139. fundur, frá 25. maí sl.

      <DIV&gt;</DIV&gt;

    Almenn erindi

    • 0906015 – Rafrænar kosningar, tilraunaverkefni

      Lagt fram bréf, dags. 28. maí sl., frá samgönguráðuneytinu vegna tilraunverkefnis um rafrænar kosningar í tveimur sveitarfélögum í sveitarstjórnarkosningum í maí 2010.

      <DIV&gt;<DIV&gt;Bæjarráð samþykkir að óska eftir því við ráðuneytið að Hafnarfjarðarbær taki þátt í tilraunaverkefninu</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0906059 – Stöðvunarbrot, samræmt fyrirkomulag á höfuðborgarsvæðinu.

      Lagt fram bréf, dags. 5. júní sl., frá framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu þar sem lagt er til að lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu verði falið að annast meðferð stöðvunarbrota skv. ákvæðum 108. gr. umferðarlaga.

      <DIV&gt;<DIV&gt;Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0906060 – Kattahald, endurskoðun og yfirferð á samþykkt um kattahald í Hafnarfirði.

      <DIV&gt;<DIV&gt;Bæjarráð óskar eftir endurskoðun á samþykkt um kattahald í Hafnarfirði og vísar málinu til yfirferðar á&nbsp;stjórnsýslu- og fjármálasviði.</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0810052 – Nýsir hf, einkaframkvæmdasamningar

      Gerður Guðjónsdóttir, fjármálastjóri, mætti til fundarins og gerði grein fyrir stöðu samninga.

      <DIV&gt;Fjármálastjóra og skrifstofustjóra skipulags- og byggingarsviðs falið að vinna áfram að málinu.</DIV&gt;

    • 0906061 – Fjárhagsáætlun 2009, endurskoðun.

      Gerður Guðjónsdóttir, fjármálastjóri, mætti til fundarins. Farið yfir stöðuna. Lagðar voru fram tillögur um endurskoðun fjárhagsáætlunar og aukin framlög til félagsþjónustunnar, sumarstarfa ungmenna, ferðaþjónustu fatlaðra, húsaleigubóta o.fl.

      <DIV&gt;Bæjarráð samþykkir að boða til aukafundar vegna endurskoðunar fjárhagsáætlunar. </DIV&gt;

    • 0906062 – Hlíðarendi v/Kaldárselsveg, lóðaleigusamningur

      Lagt fram bréf, dags. 14. maí sl., frá hesthúsaeigendum í Hlíðarenda v/Kaldárselsveg vegna lóðarleigusamninga og frágangs á lóðum.

      <DIV&gt;Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar á skipulags- og byggingarsviði.</DIV&gt;

    • 0801344 – Miðbær, þróunaráætlun

      Tillaga miðbjæjarnefndar að þróunaráætlun miðbæjarins lögð fram en henni var vísað úr miðbæjarnefnd á fundi nefndarinnar 9. júní sl. til afgreiðslu í bæjarráði. Til fundarins mætti Anna Sigurborg Ólafsdóttir, þjónustu- og þróunarstjóri.

      <DIV&gt;<DIV&gt;Bæjarráð samþykkir að vísa einstökum þáttum tillögunnar sem varða viðkomandi ráð og nefndir til umsagnar í&nbsp;menningar- og ferðamálanefnd, hafnarstjórn, framkvæmdaráði og skipulags- og byggingaráði.</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0709109 – Hitaveita Suðurnesja, eignarhlutur Hafnarfjarðarbæjar

      Lögð fram áfrýjunarstefna Orkuveitu Reykjavíkur.

      <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Bæjarráð áréttar niðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur og felur lögmanni sínum í málinu, Stefáni Geir Þórissyni hrl., að annast vörn málsins í&nbsp;Hæstarétti&nbsp;f.h. bæjarins.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0906071 – Skíðasvæðin, uppgjör og ársreikningur 2008

      Lagt fram 5 mánaða rekstraruppgjör ásamt ársreikningi 2008 frá stjórn skíðasvæðanna.

      <DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0905055 – Ársreikningar 2008

      Til fundarins mættu Gerður Guðjónsdóttir, fjármálastjóri og Bjarni Guðmundsson, tryggingastærðfræðingur. Farið var yfir lífeyrisskuldbindingar bæjarins vegna Eftirlaunasjóðs Hafnarfjarðar.

      <DIV&gt;</DIV&gt;

    Styrkir

    • 0906042 – Íþróttadeild Hundaræktarfélags Íslands, styrkbeiðni

      Lögð fram styrkbeiðni íþróttadeildar Hundaræktarfélags Íslands, dags. 1. júní ´09, vegna sýningarhalds.

      <DIV&gt;<DIV&gt;Bæjarráð synjar erindinu.</DIV&gt;</DIV&gt;

Ábendingagátt