Bæjarráð

20. september 2012 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3327

Mætt til fundar

  • Gunnar Axel Axelsson formaður
  • Sigríður Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs
  1. Almenn erindi

    • 1209020 – Landsfundur jafnréttisnefnda 2012

      Lögð fram ályktun landsfundarins.

      Lagt fram.

    • 1209289 – Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2012

      Lagður fram tölvupóstur Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 10. september 2012 þar sem boðað er til fjármálaráðstefnu sveitararfélaganna þann 27. og 28. september nk.

      Lagt fram.

    • 1209063 – Jöfnunarsjóður sveitarfélaga, ársfundur 2012

      Lagt fram fundarboð Jöfnfunarsjóðs sveitarfélaga dags. 3.september 2012 þar sem boðað er til ársfundar sjóðsins 26. september nk.

      Lagt fram.

    • 1208049 – Dalsás 2-6, kaup á byggingarrétti

      Lagt fram erindi Sigurbergs Guðjónssonar hdl f.h. Vélaverkstæðis Hjalta Einarssonar dags. 14. september 2012 þar sem óskað er eftir heimild til að veðsetja lóðina.

      Bæjarráð samþykkir erindið.

    • 1209297 – Fasteignagjöld 2012, afsláttur

      Lagt fram yfirlit yfir afslátt á fasteignagjöldum 2012. Óveruleg breyting er á milli ára. $line$Fjármálastjóri gerði grein fyrir yfirlitinu.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1208427 – Fatlaðir, búsetumál

      Lagt fram minnisblað um húsnæðisþörf og mögulegar leiðir. Minnisblaðið var til umfjöllunar á fundi fjölskylduráðs 5. september sem vísaði því til bæjarráðs.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu og skila tillögum á bæjrráðsfundi 18. október nk.

    • 1206124 – Fundargerðir, reglur um fylgiskjöl

      Vakin athygli á kynningarfundum vegna ofangreindra reglna.

      Til kynningar.

    • 1209311 – Hjúkrunarheimili á Völlum, undirbúningur

      Lögð fram drög að erindisbréf fyrir starfshópinn.$line$Tilnefnt verður í starfshópinn á næsta fundi.

      Lagt fram

    • 1209339 – Sjálfstæðisflokkurinn, fyrirspurn bæjarráð 20.9.

      Lögð fram fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins send í tölvupósti 18. 9. sl. um skil Hafnarfjarðarbæjar gagnvart helstu lánadrottnum og viðskiptamönnum.$line$Fjármálastjóri mætti á fundinn og lagði fram svar við framkominni fyrirspurn og gerði grein fyrir henni.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1209363 – Sjálfstæðisflokkur, fyrirspurn í bæjarráði 20.9.

      Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn bæjaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:$line$”Meirihluti bæjarráðs samþykkti á fundi sínum 6. sept .sl. að draga til baka launalækkanir frá árinu 2009, hjá tilteknum hópi starfsmanna Hafnarfjarðarbæjar Óskað er eftir svörum við eftirfarandi spurningum:$line$ $line$- Hvers vegna var ekki ákveðið að draga launalækkanir eða kjaraskerðingar hjá öllum starfsmönnum bæjarins til baka?$line$ $line$- Má vænta frekari breytinga á launum og kjörum starfsmanna Hafnarfjarðarbæjar á næstunni í því skyni að gæta jafnræðis á meðal starfsmanna bæjarins?”$line$

      Lagt fram.

    Umsóknir

    • 1209262 – Álfhella 17, fyrirspurn um lóðarstækkun

      Lögð fram fyrirspurn Slysavarnarfélagsins Landsbjargar send í tölvupósti dags. 13. september 2012 varðandi lóðarstækkun við ofangreinda lóð.

      Bæjarráð óskar erftir umsögn skipulags- og byggingarfulltrúa og jafnframt nánari upplýsingum um byggingaráform.

    Fundargerðir

    • 1201183 – Strætó bs, fundargerðir 2012

      Lagðar fram fundargerðir stjórnar Strætó bs frá 29. júní og 31. ágúst sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1201185 – Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, fundargerðir 2012

      Lögð fram fundargerð heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 27. ágúst sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1209004F – Hafnarstjórn - 1413

      Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 18. september sl.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt