Fræðsluráð

31. október 2011 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 244

Mætt til fundar

  • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir formaður
  • Helena Mjöll Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Guðlaug Sigurðardóttir varamaður

Ritari

  • Guðrún Guðmundsdóttir ritari
  1. Almenn erindi

    • 1110308 – Námsferðir - leikskólar

      Lögð fram skýrsla um námsferð leikskólans Hlíðarbergs til Uppsala í Svíþjóð. Ferðin var farin í febrúar 2011.

    • 1104364 – Skóladagatöl leikskóla 2011-2012

      Lögð fram skóladagatöl leikskólanna.$line$Skóladagatöl hafa verið staðfest af öllum foreldraráðum leikskólanna.

      Fræðsluráð samþykkir skóladagatöl leikskólanna enda liggur fyrir samþykki allra foreldraráða.

    • 1110293 – Staðfesting skólanámskráa og starfsáætlana leikskóla

      Lagðar fram skólanámskrár og starfsáætlanir leikskólanna 2010-2011.

      Þróunarfulltrúi leikskóla lagði fram samantekt vegna þessa liðar.

    • 1110250 – Staðfesting skólanámskráa og starfsáætlana grunnskóla

      Lagðar fram skólanámskrár og starfsáætlanir grunnskólanna 2010-2011

      Þróunarfulltrúi grunnskóla lagði fram samantekt vegna þessa liðar.

    • 1110296 – Norrænn loftslagsdagur 2011

      Lögð fram auglýsing um norræna loftslagsdaginn sem menntamálaráðherrar Norðurlandanna bjóða til þann 11.11.11.

    • 0811084 – Einelti, þjóðarátak

      Lagður fram tölvupóstur frá verkefnisstjóra um aðgerðir gegn einelti. Þar kemur fram að ákveðið er að 8. nóvember nk. verði dagur gegn einelti. Í tilefni dagsins verður undirritaður þjóðarsáttmáli um jákvæð samskipti. Að verkefninu standa fjármálaráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti og velferðarráðuneyti.

      Fræðsluráð hvetur leik- og grunnskóla til að skoða gátlista og verkferla sína vegna eineltis.

    • 1110227 – SSH-framtíðarhópur um menntamál og sérfræðiþekkingu

      Lögð fram skýrsla verkefnahóps SSH um menntamál og sérþekkingu. Bæjarráð vísaði skýrslunni til umfjöllunar í fræðsluráði.

      Sviðsstjóri sat í verkefnahópnum, hann gerði grein fyrir tillögum hópsins.$line$Málinu vísað til umfjöllunar í hópi leik- og grunnskólastjóra og verður aftur á dagskrá fræðsluráðs á næsta fundi ráðsins.

    • 1110211 – Forfallakennsla

      Lögð fram kvörtun foreldris vegna forfallakennslu í unglingadeild Víðistaðaskóla.

      Sviðsstjóra er falið að kalla eftir upplýsingum frá skólastjórum grunnskólanna um forfallakennslu.

    • 1008212 – Forvarnir á fræðslusviði

      Ákvörðun um hvort kaupa eigi niðurbrot skýrslunnar

      Fræðsluráð samþykkir að kaupa niðurbrot skýrslunnar. Upphæðin takist af liðnum “styrkir”.

    • 1110297 – Skólaþing sveitarfélaga 2011

      Skólaþing sveitarfélaga verður haldið föstudaginn 4. nóvember nk. á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu, kl. 9-16.

    • 0908146 – Fjölgreinabraut

      Lagður fram samningur um þróunarstyrk milli mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Hafnarfjarðarbæjar um þróun námsleiða til framhaldsskólaprófs innan ramma fjölgreinabrautar í Hafnarfirði. Samningurinn byggir á ákvæði um rekstur fjölgreinabrautar milli sömu aðila.

      $line$Áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara vék af fundi kl. 10:10.

    • 1110179 – Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs 2011, endurskoðun

      Rekstrarstjóri fræðslusviðs kynnti endurskoðaða fjárhagsáætlun fræðsluþjónustu.

Ábendingagátt