Hafnarstjórn

29. október 2008 kl. 12:00

á hafnarskrifstofu

Fundur 1343

Ritari

  • Már Sveinbjörnsson hafnarstjóri
  1. Almenn erindi

    • 0810280 – Rekstrar- og fjárhagsáætlun hafnarinnar 2009

      Rekstrar- og fjárhagsáætlun hafnarinnar fyrir árið 2009 lögð fram til fyrri umræðu

      Samþykkt að taka fjárhagsáætlunina til seinni umræðu í byrjun desember n.k.

    • 0702364 – 100 ára afmæli Hafnarfjarðarhafnar.

      Formaður afmælisnefndar Ásta María Björnsdóttir fór yfir stöðu mála varðandi undirbúning hátíðahalda í tilefni af 100 ára afmæli hafnarinnar 2009.

    • 0801261 – Vatnsafgreiðslukerfi hjá Hafnarfjarðarhöfn.

      Lögð fram drög að samningi um vatnsafgreiðslukerfi hafnarinnar við Vatnsveitu Hafnarfjarðar.

      Hafnarstjórn samþykkir samningsdrögin og felur hafnarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd hafnarinnar.

    • 0808158 – Óseyrarbraut 29, tankur Fráveitunnar

      Lögð fram hugmynd Fráveitu Hafnarfjarðar að skipulagi kring um miðlunartank Fráveitunnar á Hvaleyrarhafnarsvæðinu og hugmyndir að lóðarbreytingu á lóðunum Óseyrarbraut 29 og 31.

      Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að vinna áfram að þessu máli og eiga viðræður við viðeigandi aðila.

    • 0703213 – Framtíðarsýn fyrir frístundabátahöfn í Fjarðarbotninum

      Hafnarstjóri kynnti ný drög að framtíðarsýn fyrir Fjarðarbotninn.

Ábendingagátt