Hafnarstjórn

13. desember 2012 kl. 12:00

á hafnarskrifstofu

Fundur 1419

Mætt til fundar

  • Eyjólfur Sæmundsson formaður
  • Sigurbergur Árnason aðalmaður
  • Ingvar J Viktorsson varamaður
  • Örn Tryggvi Johnsen varamaður
  • Lovísa Árnadóttir varamaður
  • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri

Einnig sátu fundinn Guðrún Ágústa guðmundsdóttir, bæjarstjóri og Már Sveinbjörnsson hafnarstjóri

Ritari

  • Ína Illugadóttir skrifstofustjóri

Einnig sátu fundinn Guðrún Ágústa guðmundsdóttir, bæjarstjóri og Már Sveinbjörnsson hafnarstjóri

  1. Almenn erindi

    • 1210361 – Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs og fyrirtækja hans 2013-2016.

      Tekin fyrir tillaga um að hefja viðræður við Faxaflóahafnir um hugsanlega kosti sameiningar Hafnarfjarðarhafnar við Faxaflóahafnir eða að samstarf hafnanna verði aukið til muna, sem bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 5. desember 2012 að vísa til hafnarstjórnar til frekari skoðunar.

      Málinu frestað til næsta fundar svo fundarmönnum gefist tækifæri til að íhuga þessa tillögu.

    • 1212086 – Umsókn um Óseyrarbraut 40M

      Lögð fram umsókn Atlantsolíu ehf. um lóðina Óseyrarbraut 40 M, dagsett 4. desember 2012 og undirrituð Bjarki Kristjánsson, véltæknifræðingur hjá Mannviti verkfræðistofu, fyrir hönd Atlantsolíu.

      Hafnarstjórn samþykkir að heimila Atlantsolíu afnot af lóðinni fyrir eldvarnarbúnað sinn, enda greiði Atlantsolía lóðarleigu af svæðinu.

    • 0909104 – Saga Hafnarfjarðarhafnar

      Farið yfir stöðu mála varðandi útgáfu sögu Hafnarfjarðarhafnar.

      Hafnarstjórn samþykkir að formleg afhending bókarinnar fari fram þann 28. des. nk.

    • 1106231 – Leki inn á Hvaleyrarbraut 28

      Lagt fram erindi lóðarhafa Hvaleyrarbrautar 28, þar sem ítrekuð er krafa um lausn á vanda vegna leka inn á lóðina, dagsett 12. desember 2012, undirritað Gylfi matthíasson

      Hafnarstjórn ítrekar fyrri afgreiðslu málsins frá 14. maí sl. og felur hafnarstjóra að koma því á framæri við hlutaðeiganda.

Ábendingagátt