Íþrótta- og tómstundanefnd

29. október 2008 kl. 08:15

í Mjósundi 10

Fundur 84

Ritari

  • Ingvar S. Jónsson
  1. Almenn erindi

    • 0810262 – Starfsáætlun íþróttadeildar 2009

      Lögð fram til kynningar drög að starfsáætlun íþróttadeildar 2009.

    • 0810261 – Hjólabrettaaðstaða, erindi

      Tekið fyrir erindi dags. 14.10 s.l. er varðar hjólabrettaaðstöðu fyrir unglinga í Setbergs-, Öldutúns- og Lækjarskólahverfi.

      Íþrótta- og tómstundanefnd tekur vel í erindið og vísar því til Framkvæmdaráðs til frekari úrvinnslu.

    • 0810257 – Hópamyndun í miðbæ

      Greint frá óæskilegri hópamyndum unglinga sem myndast hefur í Hellisgerði og miðbæ Hafnarfjarðar.

    • 0810268 – Aðgerðaráætlun æskulýðsmála v/ástands í þjóðfélaginu og áhrif þess á ungmenni

      Deildarstjóri æskulýðs- og tómstundamála greindi frá þeim hugmyndum er komnar eru varðandi þátt félagsmiðstöðva til að bregðast við áhrifum ástandsins í þjóðfélaginu á börn og unglinga.

    • 0809118 – Lögreglan í Hafnarfirði, samstarf

      Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kynnti, á fundi með forsvarsmönnum Hafnarfjarðarbæjar sem fram fór í Gamla bókasafninu þann 22. okt. s.l., nýjustu tölfræðiupplýsingar um afbrotaþróun í Hafnarfirði.

    • 0809308 – Jafnréttismál, skipan starfshóps

      Fulltrúar frá íþrótta- og tómstundanefnd verða Margrét Gauja Magnúsdóttir og Guðmundur Jónsson og frá ÍBH verður Elísabet Ólafsdóttir.

    Kynningar

    • 0810264 – Hæfileikakeppnin Höfrungur og Karnival Öldunnar 2008

      Mikil aðsókn var á hæfileikakeppnina Höfrung sem fram fór 9. okt. s.l. í Félagsmiðstöðinni Hrauninu og fjöldi atriða tóku þátt. Mikil stemmning var einnig á hinu árlega Karnivali Öldunnar sem fram fór 23. okt. s.l. sem tókst með ágætum að vanda.

    • 0810269 – Félagsmiðstöðvar ÍTH, dansfestival

      Dansfestival var haldið í Félagsmiðstöðinni Verinu mánudaginn 27. okt. og er þetta í fyrsta sinn sem slík keppni er haldin á vegum félagsmiðstöðva í Hafnarfirði. Keppt var í einstaklingskeppni og hópakeppni og var frjálst dansval. Keppt var bæði í miðdeild og unglingadeild.

    Fundargerðir

    • 0702004 – Sundmiðstöð á Völlum, framkvæmdir

      Lögð fram til kynningar verkfundargerð Ásvallalaugar frá 14.10. s.l.

    • 0801161 – Stjórn skíðasvæða, fundargerðir 2008

      Lögð fram til kynningar fundargerð stjórn skíðasvæða höfuðborgarsvæðis frá 9.10 s.l.

Ábendingagátt