Lýðræðis- og jafnréttisnefnd

15. október 2008 kl. 00:00

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 94

Ritari

  • Anna Jörgensdóttir lýðræðis- og jafnréttisfulltrúi
  1. Almenn erindi

    • 0809032 – Ungt fólk, hagir barna og ungmenna 2008

      Lýðræðis- og jafnréttisnefnd tilnefnir Klöru Hallgrímsdóttur frá Vinstri grænum og Þórarinn B. Þórarinsson frá Samfylkingu í starfshóp sem er ætlað að skoða minnkandi þátttöku stúlkna í íþróttum og tómstundastarfi.

    • 0711064 – Íbúaþing 2008.

      Lýðræðis- og jafnréttisfulltrúi gerði grein fyrir því að ákveðið hefur verið að fresta íbúaþingi um málefni miðbæjarins um óákveðinn tíma vegna stöðu efnahagsmála.

    • 0701391 – Skólaverkefni, samstarfsverkefni Hfj.bæjar, Kópavogsbæjar, Akureyrarbæjar, Jafnréttisstofu, Félagsmálaráðuneytis og Reykjavíkurborgar.

      Lýðræðis- og jafnréttisfulltrúi gerði grein fyrir formlegri opnun nýrrar heimasíðu þróunarverkefnisins Jafnrétti í skólum. Heimasíðan er aðgengilegur gagnabanki fyrir kennara, nemendur, námsráðgjafa, foreldra og alla þá sem vilja fræðast og fræða um jafnrétti í námi og starfi. Í nýjum lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla er kveðið á um að á öllum skólastigum skuli nemendur hljóta fræðslu um jafnréttismál þar sem meðal annars skal lögð áhersla á að búa bæði kynin undir jafna þátttöku í samfélaginu, svo sem í fjölskyldu- og atvinnulífi. Nýja heimasíðan styður þetta ákvæði laganna. Á heimasíðunni er m.a. hægt að fræðast um þróunarverkefnið og helstu markmiðin að baki því.%0D

    • 0810164 – Staða efnahagsmála

      Lýðræðis- og jafnréttisnefnd hvetur Hafnfirðinga og landsmenn alla til að vera bjartsýnir og sýna samheldni á þeim óvissu- og ólgutímum sem eru til staðar í efnahagslífi þjóðarinnar. Mikilvægt er nú sem aldrei fyrr að huga að samþættingu jafnréttissjónarmiða í því uppbyggingarstarfi sem er framundan.

Ábendingagátt