Miðbæjarnefnd

16. janúar 2008 kl. 08:30

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 72

Ritari

  • Anna Sigurborg Ólafsdóttir fundarritari
  1. Almenn erindi

    • 0712172 – Linnetstigur 1, fyrirspurn

      Skipulags- og byggingaráð vísar á fundi sínum 10. janúar sl. fyrirspurn Ingvars Guðmundssonar um byggingu að Linnetstíg 1 til umsagnar hjá miðbæjarnefnd.

      Málfríður Kristjánsdóttir arkitekt á skipulags- og byggingasviði kynnti málið og er henni þökkuð kynningin.

    • 0707107 – Suðurgata 18, deiliskipulag

      Skipulags- og byggingaráð vísar á fundi sínum 10. janúar sl. breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Suðurgötu 18 til umsagnar hjá miðbæjarnefnd.

      Miðbæjarnefnd tekur jákvætt í byggingu hótels í miðbæ Hafnarfjarðar og telur að slík starfsemi styrki miðbæinn. Tryggja þarf aðkomu Suðurgötu 24 og 28 en telur nefndin útlit hótelsins Suðurgötumegin samræmast vel götumyndinni. Unnið er að úttekt á umferðamálum og skuggavarpi og óskar nefndin eftir því að fylgjast með niðurstöðum þeirrar úttektar.

    • SB060701 – Bókasafnsreitur

      Óskað umsagnar miðbæjarnefndar á skipulagsforsögn skipulags- og byggingasviðs um stækkun Bókasafns Hafnarfjarðar.

      Miðbæjarnefnd fagnar því að vinna sé hafin í undirbúningi á bókasafni og Héraðsskjalasafni í miðbæ Hafnarfjarðar. Nefndin leggur áherslu á að hugað verði að samræmdri götumynd við Strandgötu og Austurgötu við hönnun hússins. Jafnframt telur nefndin að hugað verði sérstaklega að bílastæðaþörf sem verður við stækkun bókasafnsins og leggur áherslu á að unnið verði sérstaklega að þeim málum samhliða hönnun svæðisins. Miðbæjarnefnd óskar eftir að fylgjast náið með framhaldi málsins.

    • 0801222 – Miðbæjarnefnd, bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokks

      Bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins.%0DFulltrúi Sjálfstæðisflokksins mótmælir vinnubrögðum skipulags- og byggingarráðs frá 7.12.2007 og bæjarstjórnar frá 11.12.2007 þar sem gengið er framhjá miðæjarnefnd og henni ekki gefið tækifæri til að gefa umsögn um deiliskipulagsbreytingu á Strandgötu 26-30. Þrátt fyrir að henni hafi verið falið að fjalla um þessar deiliskipulagsbreytingar af skipulags- og byggingarráði 11. sept. 2007. %0DÍ 3. gr. erindisbréfs miðbæjarnefndar segir “Hlutverk miðbæjarnefndar er eftirfarandi: Að vera umsagnaraðili um öll mál sem tengjast miðbæ Hafnarfjarðar (sjá skilgreiningu í þróunaráætlun miðbæjarnefndar). Með þessu er jafnt átt við mál er varða skipulags- og byggingarmál sem og atvinnu-, þróunar- og menningarmál í miðbæ Hafnarfjarðar. Það er einnig hlutverk nefndarinnar í samstarfi við sviðsstjóra þjónustu- og þróunarsviðs að móta þróunaráætlun til framtíðar fyrir miðbæinn og fylgjast með að ákvarðanir séu teknar í samræmi við þá áætlun.”%0DTil hvers er að hafa starfandi nefnd sem hefur hlutverk samkvæmt erindisbréfi og vísa erindum til hennar ef ekki er ætlunin að fá álit hennar áður en mikilvægar ákvarðanir eru teknar. %0DFulltrúi Sjálfstæðisflokkins í miðbæjarnefnd leggur til að nefndin verði lögð niður. En til vara að 3. gr. erindisbréfs nefndarinnar verði breytt og hún ekki lengur umsagnaraðili um skipulags- og byggingarmál þar sem þessi grein er marklaus að mati bæjarstjórnar.

Ábendingagátt