Skipulags- og byggingarráð

5. janúar 2010 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 242

Ritari

  • Ólafur Helgi Árnason skrifstofustjóri
  1. Almenn erindi

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lögð fram fundargerð frá afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 16.12.2009.

      <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;A-hluti fundargerðarinnar fer til samþykktar bæjarstjórnar.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 09103144 – Söluvagn með pylsur, hreyfanlegur

      Wilhelm Albrecht óskar eftir aðstöðu fyrir pylsuvagn í miðbæ Hafnarfjarðar skv. erindi dags. 27.10.2009. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 28.10.2009, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs. Skipulags- og byggingarráð fól skipulags- og byggingarsviði 17.11.2009 að ræða við umsækjanda.

      <DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að vinna áfram í málinu.</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0912165 – Hólshraun, hreyfanlegur matsöluvagn, fyrirspurn

      Dominigos Tavares Ferreia sækir 18.12.2009 um leyfi til að staðsetja matsöluvagn við Hólshraun.

      <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að vinna áfram í málinu.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0709106 – Óseyrarbraut, ný lóð

      Tekin til umræðu tillaga hafnarstjórnar að nýrri lóð nr. 33 við Óseyrarbraut. Hafnarstjórn samþykkti að ganga formlega frá skipulagi lóðarinnar samkvæmt yfirlitsteikningu Al-Ark arkitekta sem lögð var fram á 1327. fundi hafnarstjórnar 23. janúar 2008. Bæjarráð vísaði erindinu 16.03.2009 til umfjöllunar og afgreiðslu í skipulags- og byggingarráði. Frestað á fundi 222. Nýr deiliskipulagsuppdráttur dags. 02.04.2009 lagður fram. Hafnarstjórn samþykkti 13.05.2009 að óska eftir breytingu á aðalskipulagi, þannig að megin stofnbraut hafnarsvæðisins þ.e. Óseyrarbrautin verði felld út af aðalskipulaginu í þeirri mynd sem hún er sýnd þar eða að hún verði færð inná skipulagið í þeirri mynd sem hún er í dag. Tillagan var auglýst 12.11.2009 skv. 1. mgr. 26. greinar skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Athugasemdafresti lauk 28.12.2009, athugasemd barst.

      <DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð óskar eftir umsögn Hafnarstjórnar við innsendum athugasemdum.</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0909231 – Aðalskipulag, Suðurhöfn

      Tekin fyrir að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs, dags. 1. október 2009, um breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar hvað varðar Suðurhöfn. Tillagan var auglýst 12.11.2009 skv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Athugasemdafresti lauk 28.12.2009. Athugasemd barst.

      <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að taka saman drög að&nbsp;svörum vegna innsendra&nbsp;athugasemda.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0912111 – Furuás 8, fyrirspurn.

      Þorsteinn G.Aðalsteinsson leggur fram f.h. Jóns Trausta Snorrasonar, fyrirspurn um að mál sem varðar Furuás 8-10 verði tekið upp á nýju með vísan í bréf dagss.10.12.09. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 16.12.2009, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      <DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að vinna áfram að málinu.</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0912112 – Furuás 10, fyrirspurn.

      Þorsteinn G.Aðalsteinsson leggur fram f.h. Jóns Trausta Snorrasonar, fyrirspurn um að mál sem varðar Furuás 8-10 verði tekið upp á nýju með vísan í bréf dagss.10.12.09. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 16.12.2009, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að vinna áfram að málinu.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0810265 – Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2001-2024, Græni trefillinn, breytt skilgreining.

      Lagt fram bréf skipulagsstofnunar dags. 17.12.2009 varðandi afgreiðslu málsins.

      <DIV&gt;Lagt fram.</DIV&gt;

    • 0905152 – Hvaleyrarbraut 35, ólögleg búseta.

      Borist hafa upplýsingar um ólöglega búsetu í húsinu. Einnig að húsið sé enn skráð á byggingarstigi 1 og að lögboðnar úttektir hafi ekki farið fram, þar á meðal fokheldisúttekt. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 20.05.2009 eigendum skylt að veita upplýsingar um málið innan tveggja vikna. Svar barst ekki. Skipulags- og byggingarfulltrúi vísaði 10.06.2009 málinu til skipulags- og byggingarráðs. Skipulags- og byggingarráð gerði 23.06.2009 eigendum skylt að veita upplýsingar um málið innan tveggja vikna. Bærust þær ekki innan þess tíma mundi skipulags- og byggingarráð gera tillögu til bæjarstjórnar um að beitt verði dagsektum skv. 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 þar til bætt verður úr. Skipulags- og byggingarráð féllst á að veita frest til septembermánaðar. Frekari skýringar bárust ekki að þeim tíma liðnum. Greint frá fundi skipulags- og byggingarsviðs með Ívari Erlendssyni fulltrúa eigenda hússins, sem neitaði því að þar væri búseta, en varnaði skoðunarmanni inngöngu til að sannreyna það. Skipulags- og byggingarráð gerði 20.10.2009 kröfu um að byggingarstjóri verði settur á húsið innan tveggja vikna og boði þá þegar til stöðuúttektar. Einnig gerði skipulags- og byggingarráð þá kröfu að eftirlitsmanni skipulags- og byggingarsviðs verði tafarlaust veittur aðgangur til að sannreyna hvort búseta sé í húsinu. Yrði ekki brugðist við hvoru tveggja innan tveggja vikna mundi skipulags- og byggingarráð gera tillögu til bæjarstjórnar um að beitt verði dagsektum í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Ekki var brugðist við erindinu. Bæjarstjórn samþykkti 08.12.2009 dagsektir frá og með 01.01.2010 vegna málsins. Lögð fram athugun úttektarmanns skipulags- og byggingarsviðs dags. 22.12.2009 varðandi meinta búsetu í húsinu. Lagt fram bréf Casa Firma lögmannsstofu dags. 29.12.2009.

      <DIV&gt;<DIV&gt;Lagt fram.</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0702368 – Hamranes/Vellir grunn-, leik- og tónlistarskóli

      Tekin til umræðu bygging nýs grunnskóla í Hamraneshverfi. Framkvæmdaráð vísaði málinu til sérstaks kynningarfundar. Jafnframt var forstöðumanni fasteignafélagsins falið að kynna málið í Skipulags- og byggingarráði og Umhverfis-og staðardagskrá 21.

      <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð þakkar Sigurði Haraldssyni kynninguna.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

Ábendingagátt