Skipulags- og byggingarráð

18. janúar 2011 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 266

Ritari

  • Ólafur Helgi Árnason skrifstofustjóri
  1. Almenn erindi

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 05.01.11 og 12.01.11. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum.

      <DIV&gt;Lagt fram.</DIV&gt;

    • 0706295 – Reykjavíkurvegur 27, bílastæði, fyrirspurn.

      Lagður fram tölvupóstur Sverris Pálmasonar hdl þar sem þess er óskað að Hafnarfjarðarbær rökstyðji ákvörðun sína um að afturkalla ekki byggingarleyfið, en veiti eigendum Nönnustígs 2 þess í stað tækifæri á því að endurnýja byggingarleyfið. Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs að rökstuðningi.

      <DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð tekur undir&nbsp;og gerir að sínu svar skipulags- og byggingarsviðs.</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0708068 – Óseyrarbraut 1b

      Tekin fyrir lóðin Fornubúðir 1a/Óseyrarbraut 1b. Hafnarstjórn lagði til við skipulags- og byggingaráð á fundi 22.12.10 að lóðinni Fornubúðir 1A/Óseyrarbraut 1b verði skipt upp og sameinuð lóðunum Óseyrarbraut 1 og Hvaleyrarbraut 2 í samræmi við tillögu 2, sjá tillögur í málinu.

      &lt;DIV&gt;&lt;DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð ákveður að heimilt sé að grenndarkynna deiliskipulagsbreytingu á deiliskipulagi Suðurhafnar, vegna lóðarinnar Fornubúiða 1A/Óseyrarbrautar 1b,&nbsp;í samræmi við 2. mgr. 43. gr. laga nr. 123/2010.&lt;/DIV&gt;&lt;/DIV&gt;

    • 0705093 – Strandgata 86, lóðarumsókn

      Lögð fram umsókn Þyts siglingaklúbbs, um lóðina Strandgötu 86, dagsett 16. desember 2010, undirritað af stjórn siglingaklúbbsins. Hafnarstjórn vísaði erindinu 22.12.10 til umsagnar skipulags- og byggingaráðs og óskar eftir því að vinna við skipulag svæðisins, sem lóðin er á, verði tekin upp að nýju.

      <DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð leggur til að Þyt siglingaklúbb verði veitt tímabundin&nbsp;leiguafnot af lóðinni. Skilyrði sé að þar verði engin varanleg mannvirki reist enda liggur endanlegt skipulag svæðisins ekki fyrir.&nbsp;</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 1011300 – Norðurbraut 1, breyting á deiliskipulagi

      Charlotta Oddsdóttir sækir 22.11.2010 um breytingu á deiliskipulagi við norðurbraut 1, samkvæmt teikningum Ólafar Flygenring dagsettar 12.11.2010. Breytingin var grenndarkynnt, engar athugasemdir bárust á athugasemdatíma og var skipulagið samþykkt á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa. Athugasemd barst eftir að athugasemdatíma lauk.

      <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð bendir á að breytingin hafi farið lögformlega leið og er nú til meðferðar hjá Skipulagsstofnun. Heimilt er að kæra ákvörðun skipulags- og&nbsp;byggingarfulltrúa til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála í mánuð frá því að ákvörðun var tekin eða kynnt.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0712080 – Miðbær - Hraun, deiliskipulag

      Tekið fyrir að nýju deiliskipulag svæðisins Miðbær Hraun, sem afmarkast af Flatahrauni, Álfaskeiði, Arnarhrauni og Reykjavíkurvegi dags. 06.05.10. Áður lögð fram samantekt á athugasemdum sem bárust eftir forstigskynningarfund sem haldinn var 17.03.2010. Í endurbættri tillögu eftir þann fund var komið er til móts við athugasemdir. Tillagan var auglýst skv. 25. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og er athugasemdatíma lokið. Athugasemdir bárust. Kynningarfundur var haldinn á auglýsingatíma. Áður lögð fram samantekt skipulags- og byggingarsviðs á innkomnum athugasemdum og tillaga að svörum, sem var samþykkt með áorðnun breytingum. Skipulags- og byggingarráð samþykkti skipulagið á síðasta fundi.

      <DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:</DIV&gt;<DIV&gt;”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir deiliskipulag svæðisins Miðbær-Hraun&nbsp;dags. 06.05.2010 &nbsp;og að afgreiðslu verði lokið skv. 25. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.”</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0807220 – Suðurgata - Hamarsbraut, deiliskipulag

      Tekin fyrir að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs dags. 20.05.2010 að deiliskipulaginu Suðurgata-Hamarsbraut, fyrir reit sem afmarkast af klettum norðan húsa norðan Hellubrautar/Hamarsbrautar, Suðurgötu, Mýrargötu og Strandgötu. Áður lögð fram fornleifaskráning Byggðasafns Hafnafjarðar fyrir svæðið dags. 2009, umsögn Húsafriðunarnefndar varðandi Hellubraut 7 dags. 05.05.2009, minnispunktar og svör við athugasemdum frá forstigskynningarfundi 25.05.2009, minnispunktar skipulags- og byggingarsviðs varðandi hverfisvernd, tillaga Teiknistofunnar ehf að fyrirkomulagi á lóðinni Hellubraut 7, gögn dags. 10. janúar 2009 og gögn frá skipulags- og byggingarsviði dags. 08.10.2009. Tillagan var auglýst skv. 25. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og er athugasemdatíma lokið. Athugasemdir bárust. Kynningarfundur var haldinn á auglýsingatíma. Lögð fram samantekt skipulags- og byggingarsviðs á innkomnum athugasemdum.

      <DIV&gt;<DIV&gt;Farið yfir gatnahönnun og aðrar athugasemdir. Endanlegri afgreiðslu frestað til næsta fundar.</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 1101167 – Hellubraut 7, byggingamál

      Gunnar Hjaltalín fer þess á leit í bréfi dags. 10. janúar 2010 við skipulags- og byggingarsvið að heimilað verði að rífa niður eða flytja hús á lóð nr. 7 við Hellubraut. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 12.01.2011, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      <DIV&gt;<DIV&gt;Frestað þar til endanlegt skipulag hefur verið afgreidd.</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0907153 – Hverfisgata-Mjósund-Austurgata-Gunnarssund deiliskipulag

      Tekin fyrir að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs að deiliskipulagi reits sem afmarkast af Mjósundi, Austurgötu, Gunnarssundi og efri lóðamörkum húsa við Hverfisgötu 31-49. Skipulags- og byggingarsvið gerði áður grein fyrir athugun á aðkomu að vitanum bak við lóðina Hverfisgata 41 og fundi með íbúum umhverfis vitann 08.04.2010. Lögð fram athugun skipulags- og byggingarsviðs á nýtingarmöguleikum Hverfisgötu 41.

      <DIV&gt;<DIV&gt;Afgreiðslu frestað til næsta fundar.</DIV&gt;</DIV&gt;

    • SB030312 – Jarðvegstippur deiliskipulag

      Tekin fyrir að nýju tillaga Formu ehf að deiliskipulagi opins svæðis til sérstakra nota við Hamranes og Vatnshlíðarhnúk dags. 23.04.2010 ásamt skilmálum og skýringaruppdráttum. Tillagan var auglýst skv. 25. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og er athugasemdatíma lokið. Engar athugasemdir bárust.

      <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð samþykkir deiliskipulagið og að afgreiðslu verði lokið&nbsp;í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr.73/1997.</DIV&gt;<DIV&gt;&nbsp;</DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:</DIV&gt;<DIV&gt;”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir deiliskipulag opins svæðis til sérstakra nota við Hamranes og Vatnshlíðarhnúk dags. 23.04.2010 ásamt skilmálum og skýringaruppdráttum&nbsp; og að afgreiðslu verði lokið samkvæmt 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr.73/1997.”</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 10022261 – Skilti á bæjarlandi

      Tekin fyrir að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs að skiltasamþykkt fyrir Hafnarfjörð. Frestað á síðasta fundi.

      <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð samþykkir tillögu skipulags- og byggingarsviðs&nbsp;að&nbsp;samþykkt dags. janúar 2011&nbsp;fyrir skilti í Hafnarfirði.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 1012108 – Undirhlíðar, náma, efnistaka

      Lagt fram erindi GT Verktaka ehf sent í tölvupósti 8.12. sl. þar sem óskað er eftir leyfi til efnistöku úr námu í Undirhlíðum. Bæjarráð óskaði 16.12.10 eftir umsögn skipulags- og byggingarráðs, umhverfisnefndar/Staðardagskrár 21 og framkvæmdaráðs.

      <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð tekur undir umsögn Staðardagskrárfulltrúa og Umhverfisnefndar og gerir að sinni.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

    • SB040347 – Umhverfisnefnd/staðardagskrá 21

      Lögð fram fundargerð umhverfisnefndar/Staðardagskrár 21 frá 12.01.11.

      <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Lagt fram.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 1101127 – Breyting á lögum um náttúruvernd, frumvarp, umsagnarbeiðni

      Lagt fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um náttúruvernd nr. 44/1999 með síðari breytingum. Umsagnarfrestur er til 21. janúar.

      <DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð tekur undir umsögn Staðardagskrárfulltrúa.</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 0709207 – Ástjörn, varðveisla grunnvatns

      Lögð fram og kynnt skýrsla Tryggva Þórðarsons dags í okt 2010 varðandi varðveislu grunnvatns við Ástjörn.

      <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð tekur undir bókun Umhverfisnefndar varðandi skýrslu Tryggva Þórðarsonar.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 1101017 – Furuás 3.fyrirspurn

      Gísli Hermannsson leggur inn fyrirspurn þann 03.01.2011 um að breyta 270 fm raðhúsi í tvær íbúðir í stað einnar. Sjá meðfylgjandi skýringarblað auk samþykkis meðeigenda. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 05.01.2011, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð tekur neikvætt í fyrirspurnina enda samræmist hún ekki skipulagi svæðisins.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 1007025 – Norðurbærinn uppfærsla deiliskipulags

      Tekin fyrir að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs að endurgerð deiliskipulags fyrir Norðurbæ Hafnarfjarðar, sem samþykkt var í fjárhagsáætlun 2009 og 2010 og unnin er á skipulags- og byggingarsviði.

      <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð ályktar að haldinn verði forstigskynningarfundur í samræmi við ný&nbsp;skipulagslög.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 1101107 – Mannvirkjalög

      Sviðsstjóri gerir grein fyrir lögum um mannvirki og breytingu á lögum um brunavarnir.

      <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Lagt fram.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 1009228 – Skipulagslög

      Sviðsstjóri gerir grein fyrir nokkrum breytingum samkvæmt nýjum skipulagslögum.

      <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Lagt fram.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 1008227 – Átak í hreinsun iðnaðarsvæða á Hraunum og Hellnahraunum.

      Sviðsstjóri og verkefnisstjóri gera grein fyrir stöðu verkefnisins og framhaldi þess. Lagðar fram tillögur að verksamningi við Furu ehf. um framkvæmd verksins.

      <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð felur sviðsstjóra að ljúka framlögðum verksamningum við Furu ehf.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 1101168 – Uppsettir byggingarkranar

      Sviðsstjóri leggur fram yfirlit yfir uppsetta byggingarkrana í Hafnarfirði, frágang þeirra og notkun.

      <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að hefja aðgerðir þar sem kranar skapa hættu.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 1009152 – Hvaleyrarbraut 26 byggingarkrani

      Bergþór Jónsson f.h. Mótáss hf sótti með tölvupósti dags. 10.09.2010 um að fá að staðsetja byggingarkrana á lóðinni í nokkra mánuði til að raða efni á lóðinni. Skipulags- og byggingarráð benti 21.09.10 á að uppsögn kranans sé ekki í tengslum við neina framkvæmdir og ber því að fjarlægja kranann innan tveggja mánaða. Ekki hefur verið brugðist við erindinu. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 17.11.2010, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs sem bókaði eftirfarandi á fundi 30.1102010: “Skipulags- og byggingarráð gerir eiganda kranans skylt að fjarlægja hann innan tveggja vikna. Verði ekki brugðist við því verður málinu vísað til bæjarstjórnar með tillögu um dagsektir skv. 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.”%0DLagt fram bréf Gylfa Matthíassonar lóðarhafa Hvaleyrarbrautar 28 dags. 11.01.11.

      <DIV&gt;<DIV&gt;Skipulags- og byggingarráð felur sviðsstjóra að leggja fram tillögu um dagsektir á næsta fundi ráðsins.</DIV&gt;</DIV&gt;

Ábendingagátt