Skipulags- og byggingarráð

18. október 2011 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 284

Mætt til fundar

  • Sigríður Björk Jónsdóttir formaður
  • Sigurbergur Árnason aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður

Ritari

  • Ólafur Helgi Árnason skrifstofustjóri Skipulags- og byggingarsviðs
  1. Almenn erindi

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 05.10.11 og 12.10.11. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.

      Lagt fram.

    • 1105399 – Bjarkavellir 1a, 1b og 1c deiliskipulagsbreyting.

      Tekið fyrir að nýju bréf frá Guðlaugi Adolfssyni f.h. Valhúsa námsmannaíbúða ehf dags. 19.05.11 þar sem spurst er fyrir um breytingu á deiliskipulagi úr námsmannaíbúðum í litlar ódýrar íbúðir á almennum markaði. Lagður fram skipulagsuppdráttur Teiknistofunnar Strandgötu 11 dags. 3. okt. 2011.

      Skipualgs- og byggingarráð samþykkir að auglýsa deiliskipulagsbreytingu fyrir Bjarkavelli 1, Hafnarfirði í samræmi við ákvæði 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 1108205 – Skógarás 2, tvær íbúðir

      Lögð fram fyrsta hugmynd Skipulags- og byggingarsviðs að hverfiskönnun þar sem meðal annars verði kannaður hugur íbúa í Áslandi 3 til fjölgunar skráðra íbúða og fleiri þátta er varða skipulag og framkvæmdir í hverfinu.

      Skipulags- og byggingarráð felur sviðinu að vinna áfram að könnuninni ásamt upplýsingafulltrúa og umhverfis- og framkvæmdasviði.

    • 1110157 – Geymslusvæði Kapelluhrauni, gatnagerð og gjöld

      Ástvaldur Óskarsson leggur fram fyrirspurn f.h. Geymslusvæðisins ehf um það hver skuli annast gatnaframkvæmdir og gerð veitukerfa, og hvernig gjaldtöku skuli háttað.

      Skipualgs- og byggingarráð vísar erindinu til umhverfis- og framkvæmdasviðs og bæjarráðs.

    • 1109387 – Norðurbakki 13, 15 og 17, deiliskipulag og útisvæði.

      Lögð fram tillaga Sigurðar Gíslasonar arkitekts, Norðurbakka 15, að breytingu á deiliskipulagi og fyrirkomulagi útisvæðis við húsin Norðurbakka 13, 15 og 17.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði nánari útfærslu tillögu þannig að aðgengi verði takmarkað og einhver fjölgun bílastæða.

    • 1108348 – Skipulags- og byggingaráð - erindisbréf

      Teknar til umræðu að nýju breytingar á erindisbréfi Skipulags- og byggingarráðs m.t.t. breyttra laga og breytinga á stjórnsýslu Hafnarfjarðar.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir erindisbréfið fyrir sitt leiti og vísar afgreiðslu þess til bæjarstjórnar.

    • 1110158 – Jarðvegstippur, staðsetning

      Tekin til umræðu framtíðarstaðsetning jarðvegstipps í landi Hafnarfjarðar.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að skoða mögulegar staðsetningar fyrir nýjan jarðvegstipp og endurmeta gildandi samning milli Hafnarfjarðar og Garðarbæjar um förgun jarðvegs.

    • 1009262 – Krýsuvík umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir borholur

      HS-Orka sækir með bréfi dags. 10.10.11 um framlengingu framkvæmdaleyfis fyrir borholur í Krýsuvík. Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkti framkvæmdaleyfið 06.10.2010 eftir umfjöllun skipulags- og byggingarráðs með eftirtöldum skilyrðum: Skipulags-og byggingarfulltrúi samþykkir erindið með eftirtöldum skilyrðum: Uppgröftur fjarlægist á kostnað HS orku. Borsvarfi skal safnað í safngáma/svarfgáma. HS orka skal gera nauðsynlegar mótvægisaðgerðir vegna hljóðs og auk þess þarf vegna þessara áhrifa að gæta að vali á árstíð þegar afkastamælingar fara fram m.t.t. truflunar fyrir útivistafólk og ferðamenn.Tryggja skal að hugsanlegum fornleifum verði ekki raskað. Taka tillit til lýsingar þar sem þetta svæði er notað til stjörnuskoðunnar.

      Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ganga frá framlengingu framkvæmdaleyfis.

    • 1109378 – Umhverfisteymi, erindsbréf

      Fram haldið umræðu um erindisbréf og verkefni umhverfisteymis.

      Skipulags- og byggingarráð tekur undir það sem kemur fram í erindisbréfi, en leggur jafnframt áherslu á að verkefni umhverifsteymis komi til reglulegs endumats. Þá er æskilegt að fundagerðir Umhverfisteymis verði lagðar fyrir bæði ráðið og umhverfis- og framkvæmdaráð.

    • 1108227 – Umhverfismál, hugarflugsfundur

      Fram haldið umræðu um hugmyndir sem fram komu á hugarflugsfundi um verkefni umhverfis- og framkvæmdasviðs og kynntar voru á síðasta fundi ráðsins.

      Lagt fram.

    • 0812022 – Suðvesturlínur, raforkuflutningskerfi

      Lagður fram tölvupóstur Þórðar Bogasonar, hrl. f.h. Landsnets dags. 11.10.11, þar sem hann óskar eftir fundi fulltrúa Landsnets með skipulags- og byggingarráði Hafnarfjarðar

      Sviðsstjóra er falið að koma á sameiginlegum fundi með SBH, Bæjarráði og Umhverfis- og framkvæmdaráði.

    Fundargerðir

    • 1110003F – Undirbúningshópur umferðarmála - 63

      Lögð fram fundargerð undirbúningshóps umferðarmála frá 10.10.11.

      Lagt fram.

Ábendingagátt