Skipulags- og byggingarráð

1. nóvember 2011 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 285

Mætt til fundar

  • Sigríður Björk Jónsdóttir formaður
  • Sigurbergur Árnason aðalmaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Þóroddur Steinn Skaptason varamaður

Ritari

  • Ólafur Helgi Árnason skrifstofustjóri
  1. Almenn erindi

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 19.10.11 og 26.10.11. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.

      Lagt fram.

    • 1109050 – Vernd og orkunýting landsvæða, tillaga

      Tekið fyrir að nýju bréf iðnaðarráðuneytisins dags. 19.08.11, þar sem vísað er til umsagnar þingsályktunartillögu um vernd og orkunýtingu landssvæða. Umsagnarfrestur er til 11.11.11. Lögð fram tillaga sviðsstjóra að umsögn.

      Skipulags- og byggingarráð gerir umsögn sviðsstjóra að sinni og felur sviðsstjóra að senda umsögnina til ráðuneytisins.

    • 1110277 – Umhverfisáhrif, fumvarp til laga nr 106/2000

      Lagt fram bréf umhverfisráðuneytisins dags. 20.10.11, þar sem vísað er til umsagnar frumvarpi um breytingu á lögum um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda nr. 106/2000. Umsagnarfrestur er til 09.11.11. Lögð fram tillaga sviðsstjóra að umsögn.

      Skipulags- og byggingarráð gerir umsögn sviðsstjóra að sinni með áorðnum breytingum og felur sviðsstjóra að senda umsögnina til ráðuneytisins.

    • 0812022 – Suðvesturlínur, raforkuflutningskerfi

      Tekið fyrir að nýju erindi Þórðar Bogasonar, hrl. f.h. Landsnets dags. 11.10.11, þar sem hann óskar eftir fundi fulltrúa Landsnets með skipulags- og byggingarráði Hafnarfjarðar. Fulltrúar Landsnets Ólafur Árnason, Þórður Bogason, hrl. Eyjólfur Eyfells. mættu á fundinn.

      Skipulags- og byggingarráð þakkar fyrir kynninguna.

    • 1110290 – Kaldárselsvegur, reiðleið í beygju.

      Lagður fram tölvupóstur dags. 25. október 2011 frá Haraldi Guðfinnssyni f.h. reiðveganefndar Sörla þar sem óskað er eftir úrbótum reiðstíga við Kaldárselsveg.

      Skipulags- og byggingarráð synjar erindinu er varðar reiðleið meðfram Sléttuhlíð enda hún ekki í samræmi við skipulag á svæðinu. Skipulags- og byggingarráð leggur til við umhverfis- og framkvæmdaráð að það taki inn á fjárhagsáætlun framkvæmdir við skipulagðar reiðleiðir og tengingu við Smyrlabúð.

    • 1110158 – Jarðvegstippur, staðsetning

      tekin til umræðu tillaga um að staðsetja nýjan jarðvegstipp í Hamranesnámu. Lagt fram minnisblað umhverfisteymisins um heppilega staðsetningu.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að undirbúa tillögur að breytingu aðalskipulags og að deiliskipulagi fyrir námuna fyrir jarðvegslosun, þar sem áhersla verði á frágang hennar og landmótun. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að hafin verði vinna við breytingu aðalskipulags og að deiliskipulagi fyrir Hamranesnámu fyrir jarðvegslosun, þar sem áhersla verði á frágang hennar og landmótun.”

    • 1108205 – Skógarás 2, tvær íbúðir

      Rætt um viðhorfskönnun meðal íbúanna.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að fara af stað með könnunina sem framkvæmd verður símleiðis í nóvember.

    • 1009150 – Straumsvík, Gasfélagið, nýtt deiliskipulag

      Gasfélagið ehf leggur 14.09.10 fram tillögu að deiliskipulagi, samkvæmt teikningum verkfræðistofunar Mannvits dags.09.09.2010. Um er að ræða nýtt deiliskipulag á áður ódeiliskipulögðu svæði. Skipulags- og byggingarráð óskaði 21.09.10 eftir umhverfismati áætlunar ásamt fylgigögnum þ.m.t. áhættumati, umsögn Brunamálastofnunar og Slökkviðliðs Höfuðborgarsvæðisins og Vinnueftirlits. Skipulags- og byggingarfulltrúi sendi fyrirspurn um málsmeðferð til Skipulagsstofnunar varðandi umhverfismat áætlunar. Lagt fram svarbréf Skipulagsstofnunar dags. 07.10.10 þar sem fram kemur að gasstöð í Straumsvík falli ekki undir lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Með tilvísan í 5. mgr. 9. greinar skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 telur Skipulagsstofnun Hafnarfjarðarbæ þó í fullum rétti að fara fram á að gerð verði grein fyrir áhrifum deiliskipulagsáætlunarinnar á umhverfi. Áður lögð fram öryggisúttekt Mannvits ehf. Lögð fram greinargerð Mannvits ehf um áhrif á umhverfi dags. 27.10.11, ásamt umsögnum Vinnueftirlits ríkisins dags. 14.10.11, Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins dags. 21.10.11 og Mannvirkjastofnunar dags. 30.08.11.

      Frestað.

    • 1110006 – Vesturbær, endurgert og nýtt deiliskipulag

      Tekin til umræðu gerð nýs og endurskoðaðs deiliskipulags fyrir vesturbæ Hafnarfjarðar.

      Kynning.

    • 10071033 – Vörðustígur 5, ljósastaur og stígur

      Lagt fram erindi Elsu H. Hjörleifsdóttur og Hjálmars Loftssonar varðandi stíg gegnum lóð þeirra að Vörðustíg 5 en afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa vísaði erindi þeirra um lóðarbreytingu til bæjarráðs sem óskar eftir umsögn skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð tekur undir umsögnina og henni verði lokið í samræmi við umræður á fundinum.

    • 0708097 – Lækjargata 2, Dvergslóðin, deiliskipulag

      Tekin til umræðu tilhögun vinnu við deiliskipulag Lækjargötu 2 og nágrennis í samræmi við samþykkt bæjarstjórnar Hafnarfjarðar 1. júní 2008. Skipulags- og byggingarráð fól skipulags- og byggingarsviði 22.06.2010 að hefja undirbúning hugmyndasamkeppni í samræmi við samþykkt bæjarstjórnar Hafnarfjarðar 01.06.2008. Áður lögð fram drög að lýsingu fyrir hugmyndasamkeppni. Lögð fram tillaga að skipan dómnefndar.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að eftirtalin skipi dómnefnd í hugmyndasamkepninni:$line$Jónatan Garðarsson fjölmiðlamaður, formaður.$line$Rebekka Guðleifsdóttir ljósmyndari.$line$Steinþór Einarsson skrúðgarðyrkjumeistari.$line$Ritari dómnefndar er Málfríður Kristjánsdóttir arkitekt.

    • 1109091 – Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins heildarendurskoðun.

      Framhald umræðu um niðurstöður starfshóps SSH skipuðum skipulagsfulltrúum sveitarfélaganna um aðferðafræði, sem vísað er til umsagnar sveitarfélaganna. Lögð fram tillaga formanns að umsögn.

      Skipulags- og byggingarráð tekur undir umsögn formanns og felur sviðsstjóra að koma umsögn á framfæri við SSH.

    • 1110324 – Svæðisskipulag Suðurnesja 2008-2024, drög

      Tekið fyrir erindi frá Ásmundi Friðrikssyni f.h. Samvinnunefndar Svæðisskipulags Suðurnesja dags. 27.10.11 þar sem vísað er til umsagnar drögum að Svæðisskipulagi Suðurnesja 2008 2024. Umsagnarfrestur er til 17.11.11.

      Skipulags- og byggingarráð felur sviðsstjóra að gera tillögu að umsögn fyrir næsta fund.

Ábendingagátt