Skipulags- og byggingarráð

13. nóvember 2012 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 310

Mætt til fundar

  • Sigríður Björk Jónsdóttir formaður
  • Guðfinna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Sigurbergur Árnason aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður

Ritari

  • Ólafur Helgi Árnason skrifstofustjóri/skipulags- og byggingarsviðs
  1. Almenn erindi

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 31.10.12 og 07.11.12. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.

      Lagt fram.

    • 1006286 – Umhverfis- og auðlindastefna.

      Lögð fram drög að umhverfis- og auðlindastefnu fyrir Hafnarfjörð en umhverfis- og framkvæmdaráð óskaði eftir umsögn um hana á fundi sínum þann 5. september sl.

      Skipulags- og byggingarráð tekur undir umsögn skipulags- og byggingarsviðs með þeim ábendingum sem ræddar voru á fundinum.

    • 1211002 – Verndar- og orkunýtingaráætlun, 3. mál

      Lagt fram erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um verndar- og orkunýtingaráætlun (flokkun virkjunarkosta og gerð orkunýtingaráætlunar), 3. mál.$line$Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 14. nóvember n.k.

      Skipulags- og byggingarráð tekur undir umsögn skipulags- og byggingarsviðs og gerir að sinni.

    • 1207247 – Nýr urðunarstaður, staðarval

      Tekið fyrir að nýju erindi Sorpu bs varðandi nýjan urðunarstað á svæðinu.

      Skipulags- og byggingarráð telur að ekki sé unnt að hýsa sorpurðunarstað i Hafnarfirði, m.a. vegna verndaðs hrauns og nálægðar við vatnsverndarsvæði.

    • 1210635 – Hjólabrettasvæði

      Tekið fyrir erindi þriggja nemenda Öldutúnsskóla varðandi hjólabrettagarð.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að skoða hjólabrettagarða í nærliggjandi sveitarfélögum og gera tillögu um umfang og mögulegar staðsetningar, en mikilvægt er að finna stað fyrir þessa starfsemi sem sífellt fleiri ungmenni stunda.$line$Einnig verði óskað eftir ábendingum á heimasíðu bæjarins.

    • 1210235 – Skráning reiðleiða - kortasjá, styrkbeiðni

      Lagt fram erindi Landssambands hestamannafélaga dags. 3.10.2012 þar sem óskað er eftir styrk næstu fjögur árin vegna skráningar reiðleiða og reksturs kortasjár þar að lútandi. Bæjarráð óskaði 01.11.12 eftir umsögn skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð telur ekki unnt að verða við styrkbeiðni að svo stöddu, en vísar til þess að verið er að endurskoða aðalskipulag fyrir Hafnarfjörð þar sem stígar af ýmsu tagi verða kortlagðir.

    • 0807179 – Skipulags- og byggingarsvið. lög, reglur og starfslýsing

      Sviðsstjóri gerir grein fyrir samþykktum, lögum og reglum sem gilda um skipulags- og byggingarmál, starfssvið skipulags- og byggingarráðs og skipulags- og byggingarsviðs. Lögð fram erindisbréf skipulags- og byggingarráðs, reglugerðir um afgreiðslur skipulags- og byggingarráðs, fundargerð forsetanefndar dags. x ásamt greinargerð sviðsstjóra um stjórnskipan og verkefni skipulags- og byggingarsviðs dags. 07.11.2012.

      Skipulags- og byggingarráð þakkar fyrir kynninguna.

    • 1211090 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar Suðurbær, breyting

      Tekin til umræðu breyting á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005-2025 hvað varðar Hringbraut 16 og lóðir kringum St. Jósefsspítala.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að skoða og koma fram með tillögur til ráðsins.

    • 1211004 – Dalshraun 3, aðkomuleiðir hjólandi og gangandi

      Tekið fyrir erindi Guðmundar Tryggva Sigurðssonar f.h. Reita 25 aðkomuleiðir hjólandi og gangandi vegfarenda að Dalshrauni 3.$line$

      Skipulags- og byggingarráð tekur fram að framkvæmdir við Fjarðarhraun eru hjá Vegagerðinni. Hjá skipulagsyfirvöldum bæjarins er verið að vinna að bættum stígatengingum á svæðinu.

    • 1208486 – Breiðvangur, akstur Strætó

      Umhverfis- og framkvæmdarráð hefur tekið til skoðunar ábendingar varðandi leiðarkerfi á strætisvögnum 43 og 44. Ábendingar hafa borist frá íbúum Breiðvangs varðandi þau óþægindi sem leið 43 veldur þegar ekið er inn Breiðvang og að Engidalsskóla.$line$Umhverfis- og framkvæmdarráð samþykkir breytingu á leið 43 og beinir því til Strætó bs að taka út þann legg leiðarkerfisins sem ekur um Breiðvang. Breytingin taki gildi þann 3. nóvember næstkomandi.$line$Umhverfis- og framkvæmdarráð óskar eftir því að að Strætó bs komi með tillögur hvernig hægt sé að koma betur til móts við íbúa og starfsfólk Hrafnistu með að keyra Strætó 43 að Hrafnistu þó án þess að fara inn Heiðvang, Norðurvang og Breiðvang.$line$Þá óskar Umhverfis- og framkvæmdarráð eftir því að Skipulags- og byggingarráð komi með tillögur um hvernig hægt sé að bæta umferðaröryggi gangandi vegfaranda við Hjallabrautina.

      Skipulags- og byggingarráð felur sviðsstjóra ásamt Helgu Stefánsdóttur að skoða málið.

    • 1209223 – Fjárhagsáætlun skipulags- og byggingarsviðs 2013.

      Tekin til umræðu vinna við gjaldskrár skipulags- og byggingarsviðs.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt