Skipulags- og byggingarráð

27. nóvember 2012 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 311

Mætt til fundar

  • Sigríður Björk Jónsdóttir formaður
  • Guðfinna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Sigurbergur Árnason aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður

Ritari

  • Ólafur Helgi Árnason skrifstofustjóri/skipulags- og byggingarsviðs
  1. Almenn erindi

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 14.11.12 og 21.11.12. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.

      Lagt fram.

    • 1211119 – Aðalskipulagsbreytingar, Svartsengisvirkjun til Arfadalsvíkur

      Lagt fram erindi Ingvars Gunnlaugssonar skipulags- og byggingarfulltrúa Grindavíkur dags. 07.11.12 f.h. Gridavíkurbæjar, þar sem tvær aðalskipulagsbreytingar eru lagðar fram til kynningar. Breytingarnar varða útrás frá Svartsengisvirkjun og miðbæ Grindavíkur.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1211294 – Kynningarmál

      Tekin til umræðu kynningarmál sviðsins. Steinunn Þorsteinsdóttir kynningarfulltrúi og Garðar Rafn Eyjólfsson tölvudeild mættu á fundinn.

      Skipulags- og byggingarráð þakkar fyrir kynninguna. SBH felur sviðstjóra að vinna áfram að kynningu skipulags- og byggingarmála á vef Hafnarfjarðar og tryggja gott aðgengi almennings að upplýsingum er snúa að skipulags- og byggingarmálaum, einkum er varða útgáfu byggingarleyfa, ferli skipulagsbreytinga o.s.frv.

    • 1210356 – Brekkugata 14, deiliskipulagsbreyting

      Ragnar Agnarsson sækir 16.10.12 um breytingu á deiliskipulagi lóðar. Erindið var grenndarkynnt skv. 2. mgr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdafresti lauk 19.11.2012. Athugasemd barst. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 21.11.2012, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að taka saman svar við athugasemd.

    • 0709238 – Herjólfsgata 30-34, deiliskipulagsbreyting

      Deiliskipulagsbreyting samþykkt 05.09.06 var felld úr gildi af Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála. Jafnframt féllu þá úr gildi síðari deiliskipulagsbreytingar fyrir lóðina. Deiliskipulag Hleina að Langeyrarmölum frá ágúst 2001 er þá enn í gildi fyrir lóðina.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1210116 – Umsókn um stækkun lóðarinnar Fornubúðir 3

      Lögð fram umsókn Haraldar Jónssonar ehf. um stækkun lóðarinnar Fornubúða 3 út að Cuxhavengötu, dagsett 5. október 2012 og undirritað Haraldur Jónsson, framkvæmdastjóri. Hafnarstjórn samþykkti erindið fyrir sitt leyti og vísaði málinu til skipulags- og byggingarráðs til nauðsynlegra deiliskipulagsbreytinga.

      Skipulags- og byggingarráð vísar fyrirliggjandi umsókn dags. 5. október 2012 um lóðarstækkun til Bæjarráðs. Jafnframt er skipulags- og byggingarsviði falið að gera umsögn um erindið.

    • 1210117 – Aflétting kvaðar um umferð úm lóðirnar Fb 1,3 og 5

      Lögð fram umsókn Fiskvinnslunnar Kambs hf, Haraldar Jónssonar ehf og Fornubúða eignarhaldsfélags um að kvöð um umferð milli húsanna Fornubúða 1 og 3 annarsvegar og Fornubúða 3 og 5 hinsvegar verði aflétt. Umsóknin er dagsett 3. október og undirrituð Hinrik Kristjánsson framkvæmdastjóri Kambs hf, Haraldur Jónsson framkvæmdastjóri Haraldar Jónssonar ehf og Jón Rúnar Halldórsson framkvæmdastjóri Fornubúða eignarhaldsfélags. Hafnarstjórn samþykkti erindið fyrir sitt leyti en þó með því skilyrði að allir eigendur í viðkomandi húsa hafi óskertan aðgang að húsnæði sínu. Hafnarstjórn vísaði málinu til skipulags- og byggingarráðs til nauðsynlegra deiliskipulagsbreytinga.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að gera umsögn um erindið.

    • 1211268 – Uppland Hafnarfjarðar, nýr golfvöllur

      Lagt fram erindi golfklúbbsins Keilis dags. 20.11.12 varðandi staðsetningu nýs golfvallar.

      Lagt fram.

    • 1209223 – Fjárhagsáætlun skipulags- og byggingarsviðs 2013.

      Framhald umræðu um gjaldskrár skipulags- og byggingarsviðs.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir tillögu að gjaldskrá skipulags- og byggingarsviðs og vísar tillögunni til Bæjarráðs.

Ábendingagátt