Stjórn Hafnarborgar

20. ágúst 2012 kl. 12:00

í Hafnarborg

Fundur 318

Mætt til fundar

  • Almar Grímsson aðalmaður
  • Lúðvík Geirsson aðalmaður
  • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri

Menningarfulltrúi Marínar Hrafnsdóttur, sem setið hefur fundi sem áheyrnarfulltrúi, er í leyfi frá störfum.

Ritari

  • Ólöf K Sigurðardóttir forstöðumaður

Menningarfulltrúi Marínar Hrafnsdóttur, sem setið hefur fundi sem áheyrnarfulltrúi, er í leyfi frá störfum.

  1. Almenn erindi

    • 1012065 – Hafnarborg stjórn

      Kosning formanns í nýrri stjórn

      Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri kjörinn formaður

    • 1110115 – Hafnarborg 2012

      Farið var yfir sýningar árisins og kynnt drög að sýningadagskrár árin 2013 og 2014. $line$$line$$line$

    • 1004383 – Hafnarborg, framtíðarsýn

      Í nokkurn tíma hefur verið unnið að mótun stefnu og framtíðarsýnar fyrir Hafnarborg. Á hverjum tíma er mikilvægt að slík stefnumótun liggi fyrir þar sem hún er leiðarljós fyrir starfsemi lista- og menningarmiðstöðvarinnar og um leið verkfæri stjórnenda í árlegir áætlun um aðgerðir.$line$ $line$Vinna við stefnumótun er í þremur lykilskrefum;$line$- greining á stöðu$line$- úrvinnsla og mótun stefnu$line$- aðgerðaáætlunar sem innleiðir áherslur stefnumótunar$line$$line$Hjá Hafnarborg fólst greining m.a. í fjölmennum fundi hagsmunaaðila þar sem þeir veltu fyrir sér stöðu og tækifærum. Í kjölfarið var unnin lýsing á hlutverki, framtíðarsýn, gildum, stefnumarkandi áherslum og lykilatriðum til árangurs fyrir Hafnarborg. Var sú vinna kynnt á fundi með stjórn og listráði Hafnarborgar síðla vetrar.$line$$line$Í framhaldi af þeim fundi var hafist handa við að binda áherslur stefnunnar í tillögur að aðgerðum sem eiga að skila Hafnarborg í átt að þeirri sýn og stöðu sem mótuð hefur verið. Lokið er við að draga fram hugmyndir og tillögur en eftir er að vinna þær nánar inn í áður nefnda áætlun um aðgerðir næsta vetrar og næstu ára. Gert er ráð fyrir að sú vinna klárist fyrir lok september. $line$

    • 1004379 – Hafnarborg, viðhald útilistaverka

      Forstöðumaður gerði grein fyrir þeirri vinnu sem unnin hefur verið í sumar. Forvörður vann að viðgerðum ásamt tveim starfsmönnum sem ráðnir voru til starfa. Annar starfamaðurinn kom í gegnum atvinnuátak námsmanna og hinn í gegnum vinnuskólann. Öll brons verk voru hreinsuð og forvarin. Áætlað að halda áfram næsta vor.

    • 1102237 – Hafnarborg, önnur mál

      Hádegistónleikar hefjast 1. október og unnið að fjáröflun.$line$$line$Farið yfir starfsmannamál$line$$line$Næsti fundur ákveðinn 11. október.

Ábendingagátt