Umhverfisnefnd/Staðardagskrá 21

14. nóvember 2007 kl. 08:00

í fundarherbergi 3ju hæð, Strandgötu 6

Fundur 112

Ritari

  • Guðjón Ingi Eggertsson Verkefnisstjóri Staðardagskrár 21
  1. Almenn erindi

    • 0708052 – Hjólabretti, aðstaða

      Margrét Gauja Magnúsdóttir mætir fyrir hönd starfshópsins og kynnir skýrsluna.

      Nefndin þakkar Margréti Gauju fyrir kynninguna og óskar eftir því að fá að fylgjast með framvindu málsins. Nefndin fagnar því að verið sé að vinna að bættri aðstöðu fyrir hjólabrettafólk. Nefndin leggur áherslu á að við val á endanlegri staðsetningu verði hugað vel að umhverfi og útfærslu.

    • 0710166 – Grænu skrefin

      Lögð fram verkefnislýsing fyrir verkefnið “Land í fóstur”.

      Nefndin lýsir ánægju sinni með verkefnið og vísar því til bæjarráðs vegna fjárhagsáætlunar fyrir árið 2008.

    • 0703306 – Straumur, útilistaverk

      Tekið fyrir að nýju, málið var áður á dagskrá á fundi 24.10.2007.

      Nefndin telur að fyrirhuguð staðsetning verksins sé ekki heppileg, innan svæðis á náttúruminjaskrá. Verði uppsetningin heimiluð fer nefndin fram á að framkvæmd og frágangur verði með þeim hætti að aðgerðin verði að fullu afturkræf og að kveðið verði á um það í sérstökum verksamningi að eigendur verksins beri kostnað af því að fjarlægja öll ummerki, fjarlægi þeir verkið á einhverjum tímapunkti.

    • US060042 – US060042 - Friðlýsingar skv. skipulagi og lögum um náttúruvernd

      Tekið fyrir að nýju, málið var áður á dagskrá á fundi þann 3.10.2007.

      Nefndin óskar eftir því að lokið verði við friðlýsingarákvæði fyrir svæðin og hnitsetningu afmarkana. Nefndin leggur til að bátaskýli verði utan friðlýsingar við Hvaleyrarlón.

    • 0711057 – Staðardagskrá 21, landsráðstefna 2008

      Lagt fram.

      Lagt fram.

    • 0707116 – Umhverfisnefnd MSÍ, kynning.

      Tekið fyrir að nýju, málið var áður á dagskrá á fundi þann 05.09.2007.

      Nefndin felur verkefnisstjóra Staðardagskrár að finna fundartíma í samráði við umhverfisnefnd MSÍ og aðra sem boðið verður til fundarins.

Ábendingagátt