Umhverfisnefnd/Staðardagskrá 21

12. mars 2008 kl. 08:15

í fundarherbergi 3ju hæð, Strandgötu 6

Fundur 119

Ritari

  • Guðjón Ingi Eggertsson Verkefnisstjóri Staðardagskrár 21
  1. Almenn erindi

    • 0712161 – Reykjanesbraut, kaldavatnslögn milli Alcan og Golfvallar Keilis

      Málið var áður á dagskrá á 118 fundi þann 27. febrúar 2008.

      UHN/Sd 21 sér ekki ástæðu til að gera athugasemdir við málið eins og það liggur fyrir. Nefndin minnir engu að síður á að við framkvæmdirnar verði raski haldið í lágmarki. Nefndin tekur einnig undir ábendingar vatnsveitustjóra um mikilvægi þess að ekki verði krossmengun á milli þessa vatns og neysluvatns, enda er neysluvatnið einhver mikilvægasta auðlind Hafnfirðinga.

    • 0803035 – Dagur umhverfisins 2008

      Lagt fram bréf umhverfisráðuneytis varðandi dag umhverfisins á Íslandi, 25. apríl 2008.

      Lagt fram.

    • 0801346 – Umhverfisvaktin 2008

      Samningar um verkefnið umhverfisvaktin voru undirritaðir 4. mars s.l.

      Umhverfisnefnd/Staðardagskrá 21 er ánægð með að verkefnið skuli vera hafið og bindur miklar vonir við að vel takist til. Nefndin þakkar þeim fjölmörgu hópum sem sóttu um þátttöku í verkefninu og einnig grunnskólunum í bænum fyrir þeirra þátttöku.

    • 0801196 – Umhverfisvænt, sjálfbært hverfi

      Málið var áður á dagskrá á 115 fundi þann 16. janúar 2008.

      Umræða um málið og verður unnið frekar á milli funda. Afgreiðslu frestað.

    • 0801195 – Grænar og bláar tunnur.

      Málið var áður á dagskrá á 115 fundi þann 16. janúar 2008.

      Umræða um málið. Vinnuhópur á vegum Umhverfisnefndar/Staðardagskrár 21 og framkvæmdasviðs er að vinna að tillögum um breytingar á sorphirðu.

Ábendingagátt