Umhverfisnefnd/Staðardagskrá 21

30. apríl 2008 kl. 08:15

í fundarherbergi 3ju hæð, Strandgötu 6

Fundur 122

Ritari

  • Guðjón Ingi Eggertsson Verkefnisstjóri Staðardagskrár 21
  1. Almenn erindi

    • 0709210 – Leiðarendi, varðveisla hraunhellis, styrkbeiðni

      Tekið fyrir að nýju. Árni B. Stefánsson bauð nefndinni í vettvangsferð í Leiðarenda 16. apríl þar sem hann kynnti þær aðgerðir sem hann hefur framkvæmt fyrir styrk þann sem bæjarráð veitti honum.

      Vettvangsferðin var mjög ánægjuleg og fræðandi og er Árna þökkuð leiðsögnin.%0DNefndin vill koma á framfæri þökkum til Árna fyrir mikið og merkilegt starf við verndun og varðveislu Leiðarenda. %0DNefndin telur mikilvægt að mótuð verði stefna um varðveislu og nýtingu hella í landi Hafnarfjarðar og mun hafa samráð við hagsmunaaðila með það að markmiði að mótuð verði slík stefna.

    • 0801195 – Grænar og bláar tunnur.

      Tekið fyrir að nýju. Áður á dagskrá á fundi 120.

      Greint var frá heimsókn til Reykjavíkur til að kynna sér sorphirðu þar. Umræður um málið.%0D%0D

    • 0804335 – Sinubrunar í Hafnarfirði

      Undanfarna daga hafa sinueldar brunnið víða í landi Hafnarfjarðar og m.a. valdið stórtjóni á skógræktarlandi.

      Umhverfisnefnd/Staðardagskrá 21 harmar sinubruna í skógræktarlandi við bæinn að undanförnu. Nefndin hvetur íbúa bæjarins til að halda vöku sinni og brýnir fyrir þeim sem fara um þessi svæði að fara varleg með eld. Gróður er mjög viðkvæmur og skemmdir af völdum elds geta tekið mörg ár að jafna sig.

Ábendingagátt