Umhverfisnefnd/Staðardagskrá 21

29. október 2008 kl. 08:15

í fundarherbergi 3ju hæð, Strandgötu 6

Fundur 131

Ritari

  • Alma Dröfn Benediktsdóttir Verkefnisstjóri Staðardagskrár 21
  1. Almenn erindi

    • 0810273 – Krýsuvík uppgræðsla - Landgræðsla.

      Tekin fyrir beiðni Matfugls um losun hænsnaskíts í Krýsuvík dags 13. 10 2008. Til fundarins mættu Berglind Guðmundsdóttir og Björn Hilmarsson og fóru yfir málið ásamt samningi við Landgræðsluna sem rennur út um áramótin.

      Nefndin þakkar yfirferðina og tekur jákvætt í erindi Matfugls og leggur til að samningi við Landgræðsluna varðandi uppgræðslu í Krýsuvík verði framlengdur. Nefndin vill benda á að samningur verði gerður við Sörla varðandi beitarhólf.

    • 0810142 – Svifryksmengun, mælingar

      Erindið tekið fyrir að nýju en það var áður á dagskrá á síðasta fundi nefndarinnar

      Staðardagskrár fulltrúi kynnti fyrir nefndinni hver staðan væri. Með vísan í Staðardagskrá 21 – Velferðaráætlun%0DÖnnur útgáfa%0DSegir meðal annars%0D”Loftgæði í Hafnarfirði verði með með því besta sem þekkist í þéttbýli hér á landi.%0DStyrkur svifryks sé ætíð undir heilsuverndarmörkum. %0DEftirlit með loftgæðum verði aukið og eflt.%0D Niðurstaða nefndarinnar er því sú að forsendan fyrir því að hægt sé að greina vandann er að vita hversu umsvifamikið vandamálið er. Leggur nefndin til að reynt verði að koma færanlegum mengunarmæli fyrir í Hafnarfirði. Nefndin telur einnig að nauðsynlegt sé að sveitafélögin á höfuðborgarsvæðinu beiti sér í sameiningu gegn notkun nagladekkja.”

    • 0810291 – Helgafell, umgengi

      Lagt fram bréf frá 21.10.2008 frá Hálfdáni Karlssyni varðandi slæma umgengni kringum Helgafell

      Nefndin þakkar Hálfdáni Karlssyni ábendinguna og þykir miður að lögreglan sé ekki í stakk búin til þess að takast á við vandamálið. Staðardagsrkár fulltrúa er falið að afla upplýsinga um stöðu mála.

Ábendingagátt