Undirbúningshópur umferðarmála

17. maí 2011 kl. 14:30

í fundarherbergi framkvæmdasviðs, Norðurhellu 2

Fundur 62

Mætt til fundar

  • Sigríður Björk Jónsdóttir formaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Sævar Guðmundsson Fulltrúi lögreglu

Fundinn sátu einnig Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri Skipulags- og byggingarsviði og Helga Stefánsdóttir Framkvæmdasviði.

Ritari

  • Helga Stefánsdóttir verkfræðingur

Fundinn sátu einnig Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri Skipulags- og byggingarsviði og Helga Stefánsdóttir Framkvæmdasviði.

  1. Almenn erindi

    • 11032694 – Kirkjuvellir, umferðaröryggi

      Lagður fram tölvupóstur Rögnu H Sævarsdóttur dags.25. mars 2011 varðandi hraðakstur á Kirkjuvöllum.

      <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Hindrun verður endurnýjuð nú í byrjun sumars en ekki er fyrirhugað að fara út í frekari merkingar á svæðinu að svo stöddu.&nbsp;&nbsp;UHU felur&nbsp;Framkvæmdasviði að&nbsp;ræða við Strætó varðandi&nbsp;ábendingu um hraðakstur í götunni.&nbsp; UHU leggur til að umferðarhraði verð mældur eftir að hindrun hefur verið endurnýjuð.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 11032777 – Þrastarás, hindrun

      Lagður fram tölvupóstur Sigurðar B Guðmundssonar dags. 3. mars 2011 varðandi hraðahindrun í Þrastarási.

      <DIV&gt;<DIV&gt;UHU leggur áherslu á að öryggi ungra barna á leið til skóla sé&nbsp;tryggt og því sé ekki ástæða til breytinga.</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 10103545 – Laufvangur 1-9, bílastæði

      Lagt fram erindi íbúa á Laufvangi 1-9 þar sem óskað er eftir að komið sé í veg fyrir að lagt sé við innkeyrslu á stæði.

      <DIV&gt;<DIV&gt;UHU vísar erindinu til yfirstandandi vinnu við endurskoðun deiliskipulags Norðurbæjar.</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 1104087 – Strætó bs,ósk um uppsetningu á nýrri biðstöð

      Lagt fram erindi Strætó bs dags 7. apríl 2011 varðandi ósk um nýja biðstöð við Ásvallalaug.$line$Erindinu var visað til nefndarinnar af fundi Framkvæmdaráðs 27. apríl s.l.

      <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;UHU hafnar erindinu þar sem stutt er í næstu biðstöð.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 11023026 – Reykjavíkurvegur 45, breyting

      Lögð fram tillaga að nýrri aðkomu að Reykjavíkurvegi 45.

      <DIV&gt;<DIV&gt;UHU tekur jákvætt í tillöguna og bendir á að tillagan krefst breytingar á deiliskipulagi.</DIV&gt;</DIV&gt;

    • 1105318 – Reykjanesbraut, færsla við Straumsvík

      Tekin til umræðu hugmynd Vegagerðarinnar um að fella niður mislæg gatnamót Reykjanesbrautar og fyrirhugaðrar tengibrautar við Hellnahraun og Kapelluhraun við austurenda álversins sem skilgreind er í Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 – 2025.

      <DIV&gt;UHU telur að full þörf sé á þessum gatnamótum vegna aðgengis að iðnaðarsvæðum fyrir þung farartæki og annarra.</DIV&gt;

    • 1105320 – Ásvellir, aðkoma að Haukahúsinu.

      Tekið til umræðu öryggi gangandi vegfarenda að íþróttasvæði Hauka.

      <DIV&gt;Málinu vísað til Skipulags- og byggingarráðs.</DIV&gt;

Ábendingagátt