Geta sparað um 170 þúsund með styttri leikskóladegi

Fréttir

Foreldrar leikskóladrengs sem styttu veru hans í leikskólanum um klukkustund á dag lækkuðu greiðsluna fyrir um tæpar 15.500 krónur á fyrsta mánuðinum. Skipulag leikskóladagsins breyttist í september.

Nýr leikskóladagur í Hafnarfirði

Foreldrar leikskóladrengs sem styttu veru hans í leikskólanum úr 8,5 klukkustundir í 7,5 klukkustundir á dag lækkuðu greiðsluna fyrir um tæpar 15.500 krónur á fyrsta mánuðinum. Takist þeim að halda styttingunni á degi barnsins mun sparnaðurinn nema 170 þúsund krónum á ársgrundvelli.

Hafnarfjarðarbær breytti leikskóladeginum frá septembermánuði. Fagstarfið var þá gert hnitmiðara og stendur frá 9 til 15 á daginn en frjáls tími á öðrum. Gjöld fyrir styttri viðveru barnanna lækkaði þá einnig áþreifanlega. Hins vegar greiða foreldrar og forráðamenn sama verð og áður fyrir fullan leikskóladag.

Nýr leikskóladagur = Ný verðskrá

Breyttur leikskóladagur er liður í að skapa festu í starfinu, minnka starfmannaveltu og stytta dvalartíma barna á leikskólum þar sem því er við komið.

Sveigjanleiki foreldra er misjafn og er gert ráð fyrir því í nýrri verðskrá Hafnarfjarðarbæjar fyrir leikskóladvöl barnanna. Þau geta verið lengi einn daginn en stutt þann næsta, henti það foreldrum. Hafnarfjarðarbær hvetur því foreldra og forráðamenn leikskólabarna til þess að skoða daginn sinn, sjá hvort þau geti stytt viðveruna og um leið fundið fé.

Spara 160 þúsund á ári

Tökum fleiri dæmi: Foreldrar annars leikskóladrengs tókst til að mynda að stytta leikskólavistun barnsins síns úr 8 klukkustundum á dag í 7. Þar með lækkuðu þau mánaðargreiðslu sína úr 41.040 krónum í 26.460 á mánuði eða um 14.560 krónur. Sparnaðurinn nemur 160.380 krónum á ári.

Svo, viltu finna fé?

 Foreldrar sem eru í aðstöðu til að stytta dag barna sinna geta nú sparað allt að 231.880 krónur á ári með styttri leikskóladegi?

  • Styttist dagurinn úr 8 klst. í 7,5 = 80.190 á ári
  • Styttist viðveran úr 8 klst. í 7 = 160.380
  • Styttist hún úr 8 klst. í 6  = 231.880

Hafnarfjarðarbær hvetur því foreldra og forráðamenn til að skoða leikskóladag barnsins síns og bera saman við dagskrá fjölskyldunnar. Er allur tíminn nýttur? Ef ekki getur það verið fundið fé. Deginum er breytt í Völu.

  • Skoðaðu reiknivélina hér
  • Skoðaðu breyttan leikskóladag hér
Ábendingagátt