Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Val á íþróttakonu, íþróttakarli og íþróttaliði Hafnarfjarðar fór fram í íþróttahúsinu Strandgötu í dag. Afrekslið Hafnarfjarðar 2022 er meistaraflokkur karla og kvenna í frjálsum íþróttum hjá FH. Guðrún Brá Björgvinsdóttir frá Golfklúbbnum Keili er íþróttakona Hafnarfjarðar 2022 og Anton Sveinn McKee frá Sundfélagi Hafnarfjarðar er íþróttakarl Hafnarfjarðar 2022.
Upptaka frá viðurkenningahátíð Hafnarfjarðar 2022
Guðrún Brá Björgvinsdóttir frá Golfklúbbnum Keili er íþróttakona Hafnarfjarðar 2022 og Anton Sveinn McKee frá Sundfélagi Hafnarfjarðar er íþróttakarl Hafnarfjarðar 2022. Hér með Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra Hafnarfjarðar.
Árlega stendur Hafnarfjarðarbær fyrir afhendingu viðurkenninga til íþróttafólks sem keppir með hafnfirskum liðum, Íslandsmeistara, hópa bikarmeistara, Norðurlandameistara, heimsmeistara og sérstakra afreka, ásamt vali á íþróttakonu, íþróttakarli og íþróttaliði Hafnarfjarðar. Hátíðin fór fram í íþróttahúsinu að Strandgötu í dag. Á árinu 2022 hafa hátt í 400 einstaklingar unnið Íslandsmeistaratitla með hafnfirsku liði og er þeim sérstaklega óskað til hamingju með árangurinn. Á hátíðinni var 8 milljónum úthlutað úr sjóði sem Rio Tinto á Íslandi, ÍBH og Hafnarfjarðarbær standa að og ætlað er að efla íþróttastarf fyrir yngri en 18 ára.
Íþróttalið Hafnarfjarðar 2022 er meistaraflokkur karla og kvenna í frjálsíþróttum hjá Fimleikafélagi Hafnarfjarðar. Liðið stóð sig frábærlega á árinu, sigraði í öllum frjálsíþróttamótum sem keppt var til stiga á árinu fyrir utan eitt og vann 11 stigakeppnir á Íslands- og bikarmeistaramótum af 12 mögulegum. Þá vann liðið til fjölda titla bæði á Meistaramótum sem og í Bikarkeppni.
Afrekslið Hafnarfjarðar 2022 er meistaraflokkur karla og kvenna í frjálsum íþróttum hjá FH. Hér eru fulltrúar liðsins með Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra Hafnarfjarðar.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir kylfingur úr Golfklúbbnum Keili er atvinnukylfingur í golfi og leikur á Evrópumótaröð kvenna þar sem hún var með fullan þátttökurétt á árinu. Hún tók þátt í sextán mótum á árinu og besti árangur hennar var 10. sæti á ATS mótinu í Bangkok og bætir sig á heimslista atvinnukvenna í golfi á milli ára. Guðrún Brá er ein af fremstu kylfingum landsins og hefur verið það í mörg ár. Í dag er Guðrún 162. sæti á styrkleikalista LET Evrópumótaraðarinnar. Guðrún Brá er í sæti 783 (949 í fyrra) á heimslista atvinnukvenna í golfi.
Anton Sveinn McKee sundmaður úr Sundfélagi Hafnarfjarðar. Anton Sveinn er landsliðsmaður fyrir íslenska landsliðið í sundi og þátttakandi á heimsmeistaramóti og Evrópumeistaramóti í 50m laug þar sem hann lenti í 6. sæti í úrslitakeppni í 200m bringusundi á báðum mótum. Einnig var hann þátttakandi á heimsmeistaramóti í 25m laug þar sem hann lenti í 10. sæti í 200m bringusundi og í 18. sæti í 100m bringusundi. Hann æfir og keppir með atvinnumannaliði í sundi. Anton Sveinn var valinn sundkarl Sundsambands Íslands 2022.
Ásta Sigurhildur Magnúsdóttir fagnaði 100 ára afmæli þann 3. nóvember sl. Af því tilefni heimsótti Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri afmælisbarnið í…
Nú hafa ærslabelgirnir í Hafnarfirði verið lagðir í vetrardvalann. Við getum þó öll farið að hlakka til því stefnt er…
Tillaga að fjárhagsáætlun 2025 var lögð fyrir bæjarstjórn Hafnarfjarðar til fyrri umræðu í dag, miðvikudaginn 6. nóvember. Fjárhagsleg staða Hafnarfjarðarbæjar…
Alls bárust þrjár umsóknir um stöðu leikskólastjóra Tjarnaráss, en staðan var auglýst þann 12.október sl. og umsóknarfrestur rann út þann…
Lilja Alfreðsdóttir, menningar og viðskiptaráðherra, og Maciej Duszynsk, settur sendiherra Póllands hér á landi, heimsóttu Bókasafn Hafnarfjarðar á dögunum. Þau…
Samningur sem kveður á um víðtækt samstarf á sviði endurhæfingar og samhæfingu þjónustunnar þvert á kerfi var undirritaður í dag.…
Vegna flugeldasýningar verður Fjarðargata á móts við verslunarkjarnan Fjörð (frá Bæjartorgi að Fjarðartorgi), lokuð tímabundið föstudaginn 22.nóvember milli kl.19:20 og…
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. – 30. nóvember 2024.…
Samstarfssamningur við Samtökin 78 hefur verið endurnýjaður fyrir skólaárið 2024-2025. Samstarfið hefur staðið frá árinu 2016. Samstarfið gefur færi á…
Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri tók á móti hafnfirska Neyðarkallinum í dag. Hafnarfjarðarbær styrkir Björgunarsveit Hafnarfjarðar með kaupum á Neyðarkallinum.