Hálka, sandur og salt
Salt og sandur geta komið sér vel eins og spáin er næstu daga. Íbúar geta sótt sand í Þjónustumiðstöðina Norðurhellu 2 til þess að bæta öryggi á gönguleiðum í nágrenni sínu og heimkeyrslum.
Mikil hálka er á götum, göngustígum og bílaplönum út um allan bæ þessa dagana vegna óvenjulegra veðuraðstæðna. Þjónustumiðstöð Hafnarfjarðarbæjar er á vakt allan sólarhringinn við söltun og söndun en það dugar ekki í öllum tilfellum til.
Salt og sandur geta komið sér vel eins og spáin er næstu daga. Íbúar geta sótt sand í Þjónustumiðstöðina Norðurhellu 2 til þess að bæta öryggi á gönguleiðum í nágrenni sínu og heimkeyrslum. Íbúar eru hvattir til að hafa með sér ílát en einnig er mögulegt að fá poka á staðnum og þar eru skóflur sem íbúar geta haft afnot af. Körin eru alltaf fyllt í lok dags.
Nánari upplýsingar um snjóhreinsun og hálkuvarnir
Saltkistur eru staðsettar á eftirfarandi stöðum fyrir næsta nágrenni þar sem þær eru:
- Bæjarhraun
- Dalshlíð/Efstahlíð
- Smárahvammur
- Kirkjuvegur/Hellisgata
- Krosseyrarvegi
- Álfaskeið 4
- Kaplakriki
- Öldugata 2 stk
- Lindarberg 3 stk
- Klukkuberg
- Kríuás
- Framan við Fjörð