Haustinnritun í leikskóla – umsóknir fyrir 1. mars

Fréttir

Undirbúningur og vinna við haustinnritun í leikskóla Hafnarfjarðar stendur yfir þessa dagana.  Foreldrar og forsjáraðilar sem enn eiga eftir að sækja um leikskólapláss fyrir börn sín eru vinsamlega beðnir um að sækja um leikskólapláss fyrir 1. mars.  Barn verður að eiga lögheimili í Hafnarfirði til að hefja leikskóladvöl. Elstu börnin innritast fyrst.

Sótt er um í gegnum skráningarkerfið Völu

Undirbúningur og vinna við haustinnritun í leikskóla Hafnarfjarðar stendur yfir þessa dagana.  Foreldrar og forsjáraðilar sem enn eiga eftir að sækja um leikskólapláss fyrir börn sín eru vinsamlega beðnir um að sækja um leikskólapláss  í gegnum Völu skráningarkerfi. Umsókn þarf að skila inn fyrir 1. mars árið sem óskað er eftir dvölinni. Barn verður að eiga lögheimili í Hafnarfirði til að hefja leikskóladvöl, en það getur verið á biðlista þó að lögheimili sé annars staðar.

Sækja um leikskólapláss

Elstu börnin innritast fyrst

Hægt er að sækja um leikskóla fyrir barn um leið og kennitala þess er skráð. Biðlistinn raðast eftir fæðingardegi og ári, þannig að elstu börnin innritast fyrst. Hægt er að sækja um fleiri en einn leikskóla og eru foreldrar og forsjáraðilar hattir til að kynna sér þá leikskóla sem eru í boði. Ef það er ekki laust í leikskólann sem er í aðalvali ræður leikskóli í aukavali. Leikskólinn er fyrsta skólastigið og þar er hlúð að börnum með skapandi og hvetjandi starfi. Í Hafnarfirði eru 18 leikskólar.

Nánar um leikskólana í Hafnarfirði

Ábendingagátt