Heilsueflandi spilastokkar til skóla og stofnana

Fréttir

Stofnanir og skólar Hafnarfjarðarbæjar fá á næstu dögum spilastokk með 52 hugmyndir að afþreyingu og upplifun í Hafnarfirði allt árið um kring. Hafnfirsk heimili fengu stokkana gefins haustið 2017. Þeir hafa nú verið uppfærðir og fást nú einnig á ensku.

 

Hafnarfjarðarbær heilsueflandi vinnustaður  

Hafnarfjarðarbær hefur uppfært og endurprentað hina vinsælu heilsueflandi spilastokka sem sendir voru sem gjafir inn á öll hafnfirsk heimili haustið 2017. Spilastokkarnir innihalda 52 hugmyndir að afþreyingu og upplifun í Hafnarfirði allt árið um kring. Nú er spilastokkurinn einnig til í enskri útgáfu. Enn fleiri fá því tækifæri til að upplifa og kynnast þeim tækifærum sem notkun spilastokksins skapar. 

Gjöf til skóla og stofnana

Stofnanir og skólar Hafnarfjarðarbæjar njóta góðs af endurprentuninni og fá spilastokkana gefins. Gjöfina má nýta að vild í skóla- og félagsstarfi. Þannig má koma skilaboðum um mikilvægi hreyfingar og kynningu á þeim tækifærum sem felast í nærumhverfinu auðveldar á framfæri.

Stjórnendur eru einnig hvattir til að kynna fyrir starfsfólki þau heilsueflandi hlunnindi og tækifæri sem mannauði sveitarfélagsins stendur til boða, meðal annars:   

  • Frítt í allar sundlaugar Hafnarfjarðar
  • Frítt bókasafnskírteini
  • Heilsuræktarstyrkur
  • Samgöngustyrkur
  • Fjölbreytt heilsutengd námskeið á Straumi 
  • Aðgangur að Dokkunni og Stjórnvísi 

Já, með spilastokknum verður lífið skemmtilegra. Við erum Hafnarfjarðarbær — heilsueflandi vinnustaður  

Ábendingagátt