Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Drög að heilsustefnu Hafnarfjarðar liggja nú fyrir og eru tilbúin til rýni og athugasemda. Við leitum eftir athugasemdum og ábendingum frá ykkur. Ykkar sýn, mat og þátttaka skiptir sveitarfélagið miklu máli. Vinsamlega sendið allar athugasemdir í síðasta lagi mánudaginn 6. febrúar.
Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í apríl 2016 að hefja vinnu við gerð á heilsustefnu fyrir Hafnarfjörð: Hafnarfjörður – heilsueflandi samfélag. Ákveðið var að ráðast í mótun á heilsueflandi stefnu sem hefði áhrif á öll svið bæjarins. Stefnu sem tekur á stöðu mála og framkvæmdaþáttum. Starfshópur var í framhaldinu skipaður til að vinna að stefnunni og sitja í starfshópi níu fulltrúar, þrír tilnefndir af bæjarráði, tveir fulltrúar frá fræðslu- og frístundaþjónustu, fulltrúi frá fjölskylduþjónustu, fulltrúi frá umhverfis- og skipulagsþjónustu, fulltrúi sameiginlega frá fjármála- og stjórnsýslusviði og framkvæmdastjóri Markaðsstofu Hafnarfjarðar. Með hópnum hefur starfað Sigríður Kr. Hrafnkelsdóttir, lýðheilsufræðingur og verkefnastjóri ásamt samskiptastjóra bæjarins.
Við leitum eftir athugasemdum og ábendingum frá ykkur. Ykkar sýn, mat og þátttaka skiptir sveitarfélagið miklu máli. Vinsamlega sendið allar athugasemdir á netfangið: hafnarfjordur@hafnarfjordur.is í síðasta lagi mánudaginn 6. febrúar 2017.
Drög að heilsustefnu Hafnarfjarðar liggja nú fyrir og eru tilbúin til rýni og athugasemda frá öllum áhugasömum – sjá HÉR
Drög að aðgerðaáætlun liggja líka fyrir – sjá HÉR
Í heilsustefnu Hafnarfjarðar er eitt aðalmarkmiðið að hlúa að almennri vellíðan íbúa, andlegri og líkamlegri, á öllum aldri og hvetja til að styrkja og efla sjálfsmynd og góða líðan. M.a. er lagt til aukið samstarf við félagasamtök, fagfólk, áhugafólk og heilsugæslu vegna heilsueflingar og vellíðunar og að upplýsingagjöf verði aukin varðandi þjónustu sem er í boði á því sviði. Að byggður verði upp samstarfsvettvangur viðkomandi aðila þar um, með þátttöku ungmennaráðs, öldungaráðs, ráðgjafaráðs, nýbúaráðs og hverfisráðs. Unnið verði að verndandi þáttum gegn kvíða og vanlíðan. Að unnið verði með starfsmönnum bæjarins að því að finna leiðir sem virka sem best til framtíðar. Lagt er til að sálfræðiþjónusta verði efld innan leik- og grunnskóla bæjarins. Einnig er áhersla á að stuðlað verði að heilsusamlegu fæðuúrvali í stofnunum og mannvirkjum innan bæjarins, unnið að hvatningu og fræðslu um holla næringu, könnuð hljóðvist og tími til matar í skólum, áhersla á að minnka sóun, efla og vekja athygli á göngustígum og opnum svæðum í bænum sem útivistarsvæði fjölskyldunnar og auka aðgengi að sundlaugum bæjarins. Þegar heilsustefnan og aðgerðaráætlunin hefur verið samþykkt í bæjarstjórn hefst innleiðing hennar og eftirfylgni á öllum sviðum bæjarins. Heilsustefnan styður við þá sýn Hafnarfjarðarbæjar til framtíðar að auka vellíðan íbúa bæjarins með fyrirbyggjandi aðgerðum.
Sjá bókun um heilsustefnu í fræðsluráði 25. janúar 2017 – liður 10
Sjá kynningu um heilsustefnu í bæjarráði 26. janúar – liður 3
Fyrirfram þakkir fyrir góð viðbrögð!
Tilraunaakstur frá 1. október 2023 – 1. janúar 2024. Um er að ræða tilraunaverkefni til þriggja mánaða og verða mælingar…
Opnað hefur verið sölu á öllum gerðum 240L sorpíláta. Nú geta íbúar sérbýla og aukaíbúða keypt sér eitt tvískipt 240L…
Opnað hefur verið fyrir breytingu á fjölda tvískiptra 240L íláta fyrir matarleifar og blandaðan úrgang hjá tví- og þríbýlum sem…
Garðyrkjustjóri fyrir hönd Hafnarfjarðarbæjar leitar hér eftir grenitrjám sem hafa e.t.v. lokið sínu hlutverki hjá garðeigendum. Bærinn sendir mannskap og…
Hafnarfjarðarbær vekur athygli á möguleika fatlaðs fólks sem þarfnast sértæks stuðnings vegna fötlunar sinnar til að sækja um styrk skv.…
Bæjarráð veitir ár hvert félagasamtökum, fyrirtækjum eða einstaklingum styrki til starfsemi og þjónustu sem fellur að hlutverki sveitarfélagsins eða telst…
Nýsköpunarkeppnin Hakkið hóf göngu sína nýverið í Hafnarfirði og var fyrsti skólinn til að taka þátt Lækjarskóli. Hakkið er nýr…
Landsfundur Upplýsingar, fagfélags á sviði bókasafns-og upplýsingafræða, var haldinn á Ásvöllum í Hafnarfirði í lok síðustu viku. Yfirskrift fundarins í…
UN Global Compact á Íslandi, í samstarfi við Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi með stuðningi forsætisráðuneytins og utanríkisráðuneytisins, stendur fyrir…
Hamingjudagar í Hafnarfirði á haustmánuðum í tilefni af Íþróttaviku Evrópu 2023 sem haldin er dagana 23. – 30. september. Heilsusamlegur…