
Ballet
Ballettkennsla hjá Listdansskóla Hafnarfjarðar hefur verið frá upphafi skólans og hafa margir nemendur frá okkur haldið áfram í framhaldsnám í dansi bæði hérlendis og erlendis. Við leggjum mikla áherslu á góða tæknigetu og líkamsburð, gott tóneyra og tjáningu. Nemendur 8 ára og eldri geta bætt við sig auka valtímum til að auka tæknigetu, styrk og sviðsframkomu.
Allir kennarar eru menntaðir í dansi og eru með mikla reynslu.
Aðrar íþróttir og tómstundir

Heilsuefling Hress 65 ára og eldri
Hress býður upp á metnaðarfulla þjálfun og mælingar sem bætir lýðheilsu 65 ára til muna.

Styrkur 60+
Frábærar og fjölbreyttar styrktar- og þrekæfingar fyrir konur sextíu ára og eldri

Janus heilsuefling
Hafnarfjörður er stoltur samstarfsaðili Janusar heilsueflingu sem vinnur að bættri heilsu og lífsgæðum eldri borgara.

Borðtennisæfingar
Æfingar Borðtennisdeildar BH fara fram í Álfafelli, sal á annarri hæð Íþróttahússins við Strandgötu. Boðið er uppá æfingar yfir vetrartímann fyrir bæði börn og fullorðna á öllum getustigum.

Djassdans
Djassdansinn hefur verið í boði hjá listdansskólanum síðan 2001 og hafa margir nemendur frá okkur haldið áfram í framhaldsnám í dansi bæði hérlendis og erlendis.