BFH

Fjallahjólaæfingar

Á öllum æfingum þarf að vera með vatn meðferðis og slöngu og vera vel nærð fyrir æfingar. Á laugardagsæfingum er gott að vera með smá nesti (amk fyrir þau sem yngri eru).

Góður hjálmur er að sjálfsögðu skylda og svo mælum við eindregið með frekari hlífum og þá sérstaklega bak- og hnéhlífum. Slíkar hlífar eru skylda fyrir þau sem eru komin í það að fara tæknilegri leiðir og stökkva oþh og eru sérstaklega nauðsynlegar á laugardagsæfingum. Hjólin verða að vera fjallahjól sem eru í góðu standi, bremsur, gírar og dekk sérstaklega og það þarf að halda þeim við yfir tímabilið.

Síðasta æfing tímabilsins er 13.júní. 10 vikur og 15 æfingar

Verð fyrir æfingar er 28.000kr og hægt að skipta greiðslum í tvennt

Allar nánari upplýsingar á vefsíðu BFH

Ábendingagátt