Markmið tómstundar:

Helstu markmið tómstundar eru að virkja börn í sumarfríi, gefa þeim tækifæri á að hitta önnur börn á svipuðum aldri og kynnast áhugaverðum viðfangsefnum.

Skráning fer fram í gegnum

https://sumar.vala.is/#/login

Tómstund verður skipt upp í fjögur tímabil. Hvert  tímabil er fyrir eina viku í senn. Í upphafi hvers tímabils velja börn sér hvaða námskeið þau vilja sækja út tímabilið. Námskeiðin eru frá mánudegi til fimmtudags. Vikan endar síðan á skemmtilegu og óvæntu föstudagsfjöri.

 

Fyrir hverja er tómstund?

Tómstund er fyrir nemendur í Hafnarfirði sem voru að ljúka 4.-7.bekk. Engin aldursskipting er í tómstund og geta öll sem eru skráð mætt bæði fyrir og eftir hádegi eða eins og þeim hentar.

Opnunartími tómstundar

Sami tími á báðum stöðum

Fyrir hádegi: 8:00 – 12:00

– Námskeið hefjast 9:00

Eftir hádegi: 13:00 – 16:00

– Námskeið hefjast 13:00

Á báðum stöðum er aðstaða fyrir krakkana til að hita sér og borða nesti milli 12:00 og 13:00.

Foreldrar athugið

Engin þátttökuskylda er á námskeiðum en við hvetjum börn til þess að vera með frá upphafi til enda. Ef börnin hafa ekki áhuga á því að taka þátt í þeim námskeiðum sem standa til boða er þeim frjálst að mæta og taka þátt í leikjum og öðru sem verður í boði á báðum stöðum (pool, borðtennis, spil o.s.frv.). Mæting í Tómstund er valfrjáls og þar með geta börnin komið og farið þegar þau vilja.

 

Dagskrá:

  • 11.-13. júní: Leikja- og ævintýravika
  • 16.-20. júní: Tilraunavika (vísindi og matreiðsla)
  • 23.-27. júní: Hreyfingar- og sköpunarvika
  • 30. Júní-4. júlí: Félagsmiðstöðvavika

 

Ábendingagátt