Markmið tómstundar:

Helstu markmið tómstundar eru að virkja börn í sumarfríi, gefa þeim tækifæri á að hitta önnur börn á svipuðu reki og kynnast áhugaverðum viðfangsefnum.

Skráning fer fram í gegnum

https://sumar.vala.is/#/login

Tómstund verður skipt upp í fjögur tímabil. Hvert  tímabil er fyrir eina viku í senn. Í upphafi hvers tímabils velja börn sér hvaða námskeið þau vilja sækja út tímabilið. Námskeiðin eru frá mánudegi til fimmtudags. Vikan endar síðan á skemmtilegu og óvæntu föstudagsfjöri.

 

Fyrir hverja er tómstund?

Tómstund er fyrir nemendur í Hafnarfirði sem voru að ljúka 4.-7.bekk. Engin aldursskipting er í tómstund og geta allir sem eru skráðir mætt bæði fyrir og eftir hádegi eða eins og þeim hentar.

Opnunartími tómstundar

Sami tími á báðum stöðum

Fyrir hádegi: 8:00 – 12:00

– Námskeið hefjast 9:00

Eftir hádegi: 13:00 – 16:00

– Námskeið hefjast 13:00

Foreldrar athugið

Engin þátttökuskylda er á námskeiðum en við hvetjum börn til þess að vera með frá upphafi til enda. Ef börnin hafa ekki áhuga á því að taka þátt í þeim námskeiðum sem standa til boða er þeim frjálst að mæta og taka þátt í leikjum og öðru sem verður í boði á báðum stöðum. Mæting er valfrjáls og þar með geta börnin komið og farið þegar þau vilja.

 

Dagskrá:

VIKA 1: Ævintýri

10. júní: Ratleikur og Bingó

11. júní: Persónu- og sögusköpun og kortagerð

12. júní: Vopnagerð og Escape Room

13. júní: Varúlfur og Dorgveiðikeppni

14. júní: Spari nesti+ Ævintýramynd og Víkingahátíðin

VIKA 2: Vísindatilraunir

17. Júní: Lokað vegna þjóðhátíðardags.

18. júní: Tie Dye og Útileikir

19. júní: Eldgosagerð

21. júní: Tilrauna – Gettu betur

VIKA 3: Hreyfing

24. júní: Pógó mót og Tarzan leikur

25. júní: Ganga og Kubbkeppni

26. júní: Hjólaferð og Körfubolti

27. júní: Skotbolti/Brennó og Bandí

28. júní: Fótboltamót og Sundferð

VIKA 4: Sköpun

1. júlí: Leir og Tískugerð

2. júlí: Málning og Tískugerð

3. júlí: Skartgripagerð og mála á bolla

4. júlí: klip-art og karaoke

5. júlí: Tískusýning

 

Ábendingagátt