Forskólinn Glitrandi stjörnur

Forskólinn Glitrandi stjörnur

Forskóli Listdansskóla Hafnarfjarðar, Glitrandi Stjörnur, veitir nemendum sínum frábæran undirbúning fyrir áframhaldandi dansnám. Okkar markmið er að nemendur þroskist félagslega í gegnum hópavinnu, læri að tileinka sér góða líkamsvitund og upplifi fjölbreytta tónlist víðsvegar að úr heiminum.

Börnin kynnast dansinum í gegnum sköpun og leik. Aðaláherslan er á dansgleði og að styrkja líkamslæsi, samhæfingu líkamshluta, hreyfigreind, félagsfærni og sjálfstraust.

Allir kennarar eru menntaðir í dansi og eru með mikla reynslu.

Ábendingagátt