Lögð er áhersla á mikla hreyfingu á námskeiðunum og er skólinn opinn fyrir alla Hafnfirðinga og nærsveitarmenn.
Gæsla verður frá kl. 8:00 – 9:00 í samkomusalnum á Ásvöllum.
Morgun námskeið byrja kl. 09:00. Börnin skráð á námskeiðin mæta í samkomusalinn á Ásvöllum og þaðan er þeim leiðbeint á rétta staði.
Fyrra nestishléð er kl 10:15-10:45 og eftir hádegi er það frá kl 14:15-14:45.
** Mikilvægt er að senda þau með nesti, óháð því hvort þau séu skráð í hádegismat.
Námskeiðum lýkur kl. 12:00, nema ef viðkomandi iðkandi er í hádegismat.

Seinni parts námskeið byrja kl. 13:00 og er mæting í samkomusalinn á Ásvöllum.
Námskeiði lýkur kl. 16:00.
Starfsfólk Íþróttaskólans munu taka á móti öllum börnum og sjá til þess að allir komist á réttan stað.

Skráningar:

Skráningar á öll námskeið fara fram í gegnum Sportabler, hægt er að ýta á viðkomandi vefsíðu til að flytja þig á réttan stað. Skráningar opna 6.maí:

https://www.sportabler.com/shop/haukar/sumarskoli

Hagnýtar upplýsingar:
** Verð á námskeið er 7.000 kr og 13.000 kr fyrir heilan dag
** Hádegismatur kostar 6.000 kr

** Boltagreinar eru ekki í boði eftir hádegi
** Senda börn með nesti, 10.15-10.45 og 14.15-14.45 er borðað.
** Lokað 22.júlí-5.ágúst
** Aðeins námskeið í boði fyrir hádegi 1-19.júlí

Nytsamlegar upplýsingar:
Netfang: emilbarja@haukar.is
Sími Íþróttaskóla Hauka: 788-9200.

Öll námskeið eru vikunámskeið

Ábendingagátt