Gólfklúbburinn Keilir logo

Golfskóli Keilis er fyrir allar stelpur og stráka á aldrinum 5 – 12 ára frá kl. 9:00 til 12:00

Markmið skólans er að fyrstu kynni af golfi eru jákvæð og það er gaman að leika golf

Farið er í helstu þætti golfleiksins, allt frá púttum til upphafshögga
Leiknar eru nokkrar golfholur á golfvelli
Kennsla er gjarnan í formi þrauta og golfleikja
Áhersla er á að kynna helstu golfsiði og golfreglur fyrir krökkunum
Golfskóli Keilis er á morgnana kl. 9:00-12:00

Hámark eru 30 nemendur í hverjum skóla

*Allir eiga að mæta með hollt og gott nesti.

Með að taka þátt í golfleikjanámskeiðum verður viðkomandi með aukaaðild að Golfklúbbnum keili. Innifalið í gjaldi er aðgangur að Sveinkostvelli í sumar.

Ef viðkomandi hefur áhuga á því að æfa golf hjá Keili þá eru hópaæfingar samkvæmt æfingaskipulagi á Sportabler.

Umsjón með golfæfingum og golfskólanum hefur Karl Ómar Karlsson íþróttastjóri Keilis og veitir hann allar nánari upplýsingar á netfangið Kalli@keilir.is

SKRÁNING ER HAFINN!

Ábendingagátt