
Brettafélag Hafnarfjarðar býður upp á hjólabrettaæfingar fyrir byrjendur og lengra komna. Æfingar fara fram í húsakynnum félagsins að Selhellu 7 í Hafnarfirði.
Iðkendum verður skipt í 4 hópa eftir getu og aldri og farið verður yfir grunnatriði hjólabrettaiðkunar, þeim sem lengra eru komnir verður leiðbeint í flóknari æfingar.
Hjólabrettaæfingar
Ath að öll samskipti í kringum æfingar hjá BFH fara í gegnum sportabler hér má nálgast leiðbeiningar um uppsetningu og annað tengt því https://www.bfh.is/sportabler
Alltaf hægt að hafa samband með því að senda póst á bfh@bfh.is
Ath hjálmaskylda er á námskeiðinu. Hægt er að fá leigðan búnað í afgreiðslu en mælum með að iðkendur séu með sinn eigin búnað.
Iðkendur BFH fá 15% afslátt hjá www.skate.is af hjólabrettavörum með kóðanum „BFHSKATE“
Hlökkum til að sjá ykkur!
Aðrar íþróttir og tómstundir

Heilsuefling Hress 65 ára og eldri
Hress býður upp á metnaðarfulla þjálfun og mælingar sem bætir lýðheilsu 65 ára til muna.

Styrkur 60+
Frábærar og fjölbreyttar styrktar- og þrekæfingar fyrir konur sextíu ára og eldri

Janus heilsuefling
Hafnarfjörður er stoltur samstarfsaðili Janusar heilsueflingu sem vinnur að bættri heilsu og lífsgæðum eldri borgara.

Borðtennisæfingar
Æfingar Borðtennisdeildar BH fara fram í Álfafelli, sal á annarri hæð Íþróttahússins við Strandgötu. Boðið er uppá æfingar yfir vetrartímann fyrir bæði börn og fullorðna á öllum getustigum.

Djassdans
Djassdansinn hefur verið í boði hjá listdansskólanum síðan 2001 og hafa margir nemendur frá okkur haldið áfram í framhaldsnám í dansi bæði hérlendis og erlendis.