Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Í Kaldárseli býður KFUM og KFUK upp á sumarbúðadvöl og leikjanámskeið á sumrin.
Fjölbreytt dagskrá er í boði allan daginn, sniðin að aldri og þörf hvers hóps. Að morgni dags er samverustund með fræðslu og söngvum eftir hollan og góðan morgunverð. Dagurinn er svo skipulagður með frjálsum leik, ýmsum tilboðum eins og t.d. smíðasvæði, hópleikir, íþróttakeppnir, föndur, listasmiðja. Á þessum tíma er mikið unnið í að virkja athafnaþrá, leikgleði og sköpunarþörf hvers og eins. Eftir hádegismatinn er ævintýraferð þar sem nágrenni Kaldársels er skoðað og farið í hellaferðir, fjallgöngur, ævintýraleiki í skógarrjóðrinu í Kúadal eða í Valabóli og margt fleira. Stundum er nesti með í för og borðað út í náttúrunni. Á leikjanámskeiðum eru börnin svo sótt kl 17 en í hefðbundnum dvalarflokkum (og á gistinótt leikjanámskeiða) er svo frjáls leikur með ýmsum tilboðum og svo eftir kvöldmatinn skemmta foringjar og börn sér saman á kvöldvöku með söng, leikjum, leikritum og miklu stuði. Í lok kvöldvöku er stutt hugvekja og kvöldbænir áður en allir fara í kvöldávaxtastund og svo í háttinn. Þá koma foringjar á herbergin og eru með kvöldlestur eða sögustund fyrir svefninn og koma börnunum í ró.
Í Kaldárseli leggjum við mikla áherslu á persónulega uppbyggingu barnanna sem hjá okkur eru, kennslu í félagslegum samskiptum, stuðla að vináttu þeirra á milli og að leyfa þeim að kynnast náttúrunni i leik og lífi. Allt þetta byggjum við á þeim grunni að Jesús elskar okkur eitt og hvert eins og við erum. Við erum fullkomin í hans augum og eigum að bera virðingu fyrir okkur sjálfum, þeim sem í kringum okkur eru og náttúrunni sem Guð skapaði. Þetta er kjarninn í öllu okkar starfi og leik.
Í Kaldárseli geta dvalið 40 börn í einu.
Flokkaskrá 2023: 1.fl. Leikjanámskeið | 12.06.2023-16.06.2023 | 6-9 ára (2014-2017) 2.fl. Dvalarflokkur | 19.06.2023-23.06.2023 | 8-11 ára (2012-2015) 3.fl. Leikjanámskeið | 26.06.2023-30.06.2023 | 6-9 ára (2014-2017) 4.fl. Dvalarflokkur | 03.07.2023-07.07.2023 | 9-12 ára (2011-2014) 5.fl. Leikjanámskeið | 10.07.2023-14.07.2023 | 6-9 ára (2014-2017) 6.fl. Leikjanámskeið | 17.07.2023-21.07.2023 | 6-9 ára (2014-2017) 7.fl. Leikjanámskeið | 31.07.2023-03.08.2023 | 6-9 ára (2014-2017) 8.fl. Leikjanámskeið | 08.08.2023-11.08.2023 | 7-11 ára (2012-2016)
Hafnarborg býður upp á myndlistar- og tónlistarnámskeið fyrir börn á aldrinum 6–12 ára í sumar
Badmintonfélag Hafnarfjarðar býður uppá badmintonæfingar fyrir alla aldurshópa yfir vetrartímann í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði.
Badmintonfélag Hafnarfjarðar býður upp á badminton- og borðtennisnámskeið í sumar fyrir krakka á aldrinum 6-16 ára.
Sumarfrístund í frístundaheimilum Hafnarfjarðar eru námskeið fyrir börn á aldrinum 6-8 ára. Skipulögð dagskrá er frá 09:00-12:00 og 13:00-16:00 og hægt er að mæta frá 08:00-16:30 Dagskráin er breytileg eftir hvaða frístund er valin.
Æft er að skjóta með loftskammbyssu sem þarfnast einbeitingu og nákvæmni. Síðan er kept á mótum.
Brettafélag Hafnarfjarðar býður uppá þrjú fjallahjólanámskeið í sumar fyrir krakka á aldrinum 9-13 ára.