Listdansskóli Hafnarfjarðar

Í loftfimleikum læra nemendur að treysta á eigin styrk og liðleika ásamt því að efla líkamsburð.
Nemendur læra allskonar kúnstir hangandi í silkjum eða lýru (loftfimleikahringur). Kennd verða grunnatriðin og tímarnir þróast með framförum nemenda.

​Ef að nemandi er nýr við skólann þá þarf að hafa samband við skrifstofu varðandi hópaval. Kennarinn metur hvern og einn nemanda og raðar í hópa eftir getu. Ekki er nauðsynlegt að hafa grunn í dansi eða öðrum íþróttum til að byrja að æfa og bjóðum við alla velkomna.

Nemendur 8 ára og eldri geta bætt við sig auka valtímum til að auka tæknigetu, styrk og sviðsframkomu.

Ábendingagátt