
Í loftfimleikum læra nemendur að treysta á eigin styrk og liðleika ásamt því að efla líkamsburð.
Nemendur læra allskonar kúnstir hangandi í silkjum eða lýru (loftfimleikahringur). Kennd verða grunnatriðin og tímarnir þróast með framförum nemenda.
Ef að nemandi er nýr við skólann þá þarf að hafa samband við skrifstofu varðandi hópaval. Kennarinn metur hvern og einn nemanda og raðar í hópa eftir getu. Ekki er nauðsynlegt að hafa grunn í dansi eða öðrum íþróttum til að byrja að æfa og bjóðum við alla velkomna.
Nemendur 8 ára og eldri geta bætt við sig auka valtímum til að auka tæknigetu, styrk og sviðsframkomu.
Aðrar íþróttir og tómstundir

Heilsuefling Hress 65 ára og eldri
Hress býður upp á metnaðarfulla þjálfun og mælingar sem bætir lýðheilsu 65 ára til muna.

Styrkur 60+
Frábærar og fjölbreyttar styrktar- og þrekæfingar fyrir konur sextíu ára og eldri

Janus heilsuefling
Hafnarfjörður er stoltur samstarfsaðili Janusar heilsueflingu sem vinnur að bættri heilsu og lífsgæðum eldri borgara.

Borðtennisæfingar
Æfingar Borðtennisdeildar BH fara fram í Álfafelli, sal á annarri hæð Íþróttahússins við Strandgötu. Boðið er uppá æfingar yfir vetrartímann fyrir bæði börn og fullorðna á öllum getustigum.

Djassdans
Djassdansinn hefur verið í boði hjá listdansskólanum síðan 2001 og hafa margir nemendur frá okkur haldið áfram í framhaldsnám í dansi bæði hérlendis og erlendis.