FH býður upp á spennandi tækifæri á sviði rafíþrótta fyrir unga iðkendur, með það markmið að virkja áhuga þeirra samhliða því að þróa með þeim hagnýta færni sem nær út fyrir tölvuskjáinn.
Rafíþróttanámskeið FH byggja á faglegum grunni, sem að einkennist af heilbrigðum samskiptum og hollustuháttum, í þeim tilgangi að skapa uppbyggilegt umhverfi innan rafíþrótta. Á námskeiðunum blandast líkamleg hreyfing við hugaríþróttir og áhersla lögð á samspil þar á milli. Æfingarnar fara fram í frábærri aðstöðu NÚ við Reykjavíkurveg 50 frá 09:00-12:00 og 13:00-16:00 á virkum dögum 10. júní – 14. júní, 24. júní – 28. júní og 8. júlí – 12. júlí.
Frekari upplýsingar í tölvupóst á netfangið patrekur@eca.gg

Ábendingagátt