Í fjölbreyttum tímum hjá okkur er unnið með styrk, vöðvaþol, úthald og hreyfanleika með fjölbreyttum æfingum og útfærslum. Við virðum hvort annað, sýnum metnað í þjálfun og aðlögum allar æfingar að hverri og einni konu eftir þörfum.

Frábærar og fjölbreyttar styrktar- og þrekæfingar fyrir konur sextíu ára og eldri. Unnið í að auka vöðvastyrk og getu og nýtum við allskonar æfingar til þessa. Við endum alltaf tímana á teygjum og förum út enn hressari.

Við bjóðum hvetjandi, faglega og vandaða þjálfun, fjölbreytta hópatíma og vel útbúna rækt. Handklæði til afnota og allt það helsta eins og tíðarvörur, eyrnapinnar, hárrþurkur, sléttujárn er til staðar í frábæra klefanum okkar. Við hvetjum þig til að hreyfa þig eftir eigin getu, hafa ánægju af og öðlast aukið heilbrigði.

Styrkur 60+ er alla mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga klukkan 13.10 til 14.00. Einnig eru konur eldri en sextugt velkomnar í alla aðra tíma hjá okkur í Kvennastyrk þar sem allur aldur æfir hlið við hlið eftir eigin getu í öllum tímum.

Ábendingagátt