Sumarfrístund fyrir 6 ára (útskriftarhópar leikskólanna)

Dagana 7. – 22. ágúst er boðið upp á fjölbreytta og uppbyggilega sumarfrístund í öllum frístundaheimilum í Hafnarfirði fyrir börn í útskriftarhóp leikskólanna. Námskeiðin eru líkt og hefðbundin sumarnámskeið en mikil áhersla er lögð á útiveru, hreyfingu, hollustu og er sérstaklega lagt upp með að fara í fjölbreytta leiki. Börnin fá tækifæri til að kynnast sínu frístundaheimili og nærumhverfi skólans með það að leiðarljósi að auka öryggi þeirra og vellíðan við upphaf skólagöngu.

 

Sumarfrístundin fyrir 6 ára er staðsett:

Selið – Öldutúnsskóli

Holtasel – Hvaleyrarskóli

Hraunsel – Hraunvallaskóli

Hraunkot – Víðistaðarskóli

Lækjarsel – Lækjarskóli

Krakkaberg – Setbergsskóli

Skarðsel – Skarðshlíðarskóli

Tröllaheimar – Áslandsskóla

Álfakot – Engidalsskóli

Ábendingagátt