Íþróttaskólinn er sameiginlegt verkefni allra deilda félagsins þar sem lögð er áhersla á fjölbreytta hreyfingu, þjálfun og námskeið við allra hæfi.
Gert er ráð fyrir að iðkendur fái að kynnast sem flestum íþróttagreinum og hafa allir kennarar skólans mikla reynslu af þjálfun yngri barna.

Lýsing námskeiða
Lögð er áhersla á mikla hreyfingu á námskeiðunum og er skólinn opinn fyrir alla Hafnfirðinga og nærsveitarmenn.
Gæsla verður frá kl. 8:00 – 9:00 í samkomusalnum á Ásvöllum.
Morgun námskeið byrja kl. 09:00. Börnin skráð á námskeiðin mæta í samkomusalinn á Ásvöllum og þaðan er þeim leiðbeint á rétta staði.
Fyrra nestishléð er kl 10:15-10:45 og eftir hádegi er það frá kl 14:15-14:45.
** Mikilvægt er að senda þau með nesti, óháð því hvort þau séu skráð í hádegismat.
Námskeiðum lýkur kl. 12:00, nema ef viðkomandi iðkandi er í hádegismat.

Seinni parts námskeið byrja kl. 13:00 og er mæting í samkomusalinn á Ásvöllum.
Námskeiði lýkur kl. 16:00 og er hægt að sækja börnin í samkomusalinn.
Starfsfólk Íþróttaskólans munu taka á móti öllum börnum og sjá til þess að allir komist á réttan stað.

Ábendingagátt