Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Sundfélag Hafnarfjarðar
Sumarsund fyrir hressa krakka! Sundnámskeið og sundleikur fyrir börn frá 4-10 ára. Námskeiðið telur 10 skipti og er kennt á virkum dögum fyrir eða eftir hádegi. Námskeið er opið öllum getum stigum.
Kennsla fer fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði í grunnu lauginni. Eldri hópar fá að prufa synda í djúpu lauginni og þeir sem eru vanir. Ekki er notast við armkúta eða sundbelti. Kennslubúnaður er aðallega flotnúðlur og korkur til að hjálpa við sundtækni og flot, ásamt öðrum búnaði til að æfa köfun.
Barn þarf að koma sjálft með sundföt, handklæði og sundgleraugu.
Vörur eru einnig til sölu á sanngjörnu verði í Ásvallalaug.
Skráning fer fram í gegnum Sportabler.
Fyrir frekari upplýsingar má hafa samband með tölvupóst eða í síma: 555-6830
Tímabil í boði:
Námskeiðin eru vel skipulögð og hafa notið mikillar velgengni. Sundkennslan leggur áherslu á öryggi og vellíðan í vatninu, grunntækni í skriðsundi og baksundi og leiki. Ef vel gengur þá eru kynntar fleiri tegundir sunds. Við erum svo heppin að vera í samstarfi við Vinnuskóla Hafnarfjarðar og höfum traustan og góðan hóp af krökkum sem aðstoðarmenn. Námskeiðið er skipulagt þannig að börnin koma með foreldrum í anddyri laugar þar sem við tökum á móti þeim með aðstoðarmönnum okkar. Þau fá fylgd í gegnum klefann og að lauginni. Við byrjum öll námskeið á því að kenna börnunum hvernig að fara í gegnum klefana sjálf og kennari tekur við þeim á bakkanum ásamt öðru starfsfólki. Kennslan er um 40 mínútur og við lok hennar fylgja aðstoðarmenn okkar börnunum í gegnum klefann og foreldrar taka á móti börnunum í anddyri laugarinnar.
Við lok námskeiða sjáum við oft miklar framfarir hjá börnunum. Oftar en ekki þá er þau orðin það örugg í vatninu að þau geta bjargað sér allt að átta metra eða lengra með sundtökum. Börn sem klára sumarsund hjá okkur eru því vel í stakk búin til að hefja fyrsta skólaárið sitt í skólasundi.
Hópa og aldurskipting:
4-5 ára í grunnri laug: Áhersla á öryggi og vellíðan í vatni. Kennsla fer fram með leikjum, læra sundtök til að synda á kvið og bak með eða án hjálpar. Mikið notast við hjálpartæki við sundtökin.
5-6 ára í grunnri laug: Áhersla á öryggi og vellíðan í vatni. Kennsla fer fram með leikjum, læra sundtök til að synda á kvið og baki með eða án hjálpar. Notast við hjálpartæki við sundtökin í samblandi að bjarga sér sjálf án hjálpartækja.
6-8 ára í grunnri og stundum djúpa: Áhersla á öryggi og vellíðan í vatni. Kennsla fer fram með leikjum, læra sundtök til að synda á kvið og bak með eða án hjálpar. Notast eitthvað við hjálpartæki við sundtökin í bland við að bjarga sér sjálf án hjálpartækja. Þegar öryggið er orðið nægilegt er farið í djúpu laugina með þá sem treysta sér til.
Framhalds námskeið og fyrir hópa og vana Fyrir börn sem eru örugg í vatni og líða vel, æskilegt að hafa verið á námskeiðum áður eða hafa verið mjög dugleg sjálf í sundi með fjölskyldu áður.
Framhalds námskeið fyrir vana 4-6 ára í grunnri laug: Börn sem er örugg og líða vel í vatninu læra að grunn tækni í skrið og baksundi, ef vel gengur fleiri sundaðferðum. Lært að synda með og án hjálpartækja. Kennsla fer fram með leikjum.
Framhalds námskeið fyrir vana og hópa 6-9 ára í grunnri laug: Fyrir börn sem eru örugg og líða vel í vatninu. Læra grunn tækni í skrið og baksundi og fleiri sundaðferðir. Þau læra að synda með og án hjálpartækja. Kennsla fer fram með leikjum.
Hafnarborg býður upp á myndlistar- og tónlistarnámskeið fyrir börn á aldrinum 6–12 ára í sumar
Badmintonfélag Hafnarfjarðar býður uppá badmintonæfingar fyrir alla aldurshópa yfir vetrartímann í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði.
Badmintonfélag Hafnarfjarðar býður upp á badminton- og borðtennisnámskeið í sumar fyrir krakka á aldrinum 6-16 ára.
Í Kaldárseli býður KFUM og KFUK upp á sumarbúðadvöl og leikjanámskeið á sumrin.
Sumarfrístund í frístundaheimilum Hafnarfjarðar eru námskeið fyrir börn á aldrinum 6-8 ára. Skipulögð dagskrá er frá 09:00-12:00 og 13:00-16:00 og hægt er að mæta frá 08:00-16:30 Dagskráin er breytileg eftir hvaða frístund er valin.
Æft er að skjóta með loftskammbyssu sem þarfnast einbeitingu og nákvæmni. Síðan er kept á mótum.