Sundfélag Hafnarfjarðar

Sumarsund fyrir hressa krakka!

Sundnámskeið fyrir börn frá 4-9 ára.

10 skipta námskeið á virkum dögum. 40 mín sundkennsla.

Kennsla fer fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði í grunnu lauginni sem er 90 – 100 cm djúp. Eldri hópar og vanir fá að prufa synda í djúpu líka. Ekki er notast við armkúta eða sundbelti. Kennslubúnaður er helst flotnúðlur og korkur til að hjálpa við sundtækni og flot svo annar búnaður eins og hringir til að kafa eftir og fleira.

Barn þarf að koma sjálft með sundföt, handklæði og sundgleraugu.

Við seljum bæði sundföt, gleraugu, handklæði og fatnað á sanngjörnu verði á staðnum fyrir þá sem vantar.

Fyrir frekari upplýsingar má hafa samband með tölvupóst á skrifstofa@sh.is eða í síma: 555-6830

Tímasetningar

|9:00 4-5 ára| – |9:45 5-7 ára| – |10:30 4-5 ára| – |11:15 5-7 ára|

|13:00 4-6 ára grunnámskeið| – |13:45 7 ára og eldri – framhald og vanir|

Ábendingagátt