Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Rakel Björk Björnsdóttir er söngkona og tónsmiður í hljómsveitinni ÞAU ásamt manninum sínum, Garðari Borgþórssyni. Rakel ljær Hafnarfirði fallega rödd sína fyrir kynningar á jólabænum. Margt spennandi er framundan hjá Rakel í tónlistinni á aðventunni, m.a. tónleikar þar sem hún og nokkrar dívur gera óspart grín að jólastressinu.
Rakel Björk Björnsdóttir er söngkona og tónsmiður í hljómsveitinni ÞAU ásamt manninum sínum, Garðari Borgþórssyni. Rakel ljær Hafnarfirði fallega rödd sína fyrir kynningar á jólabænum. Margt spennandi er framundan hjá Rakel í tónlistinni á aðventunni, m.a. tónleikar þar sem hún og nokkrar dívur gera óspart grín að jólastressinu. „Fyrir mér eru jólin tækifæri til að koma saman, rifja upp góðar minningar, spila og eiga notalega stund. Ég hlakka mikið til jólanna í ár því við fjölskyldan fáum að upplifa þau í fyrsta skipti með dóttur minni Glóeyju.Börnin búa yfir svo fallegri einlægni og tærri ást sem við eigum til að gleyma eftir því sem við eldumst.“
Rakel segir að Í Hafnarfirði þurfi ekki að leita langt til að komast í jólaskap, t.d. sé ómissandi að fara í jólagöngu með fjölskyldunni um bæinn og njóta þess sem þar er í boði. „Á aðfangadag er venja hjá stórfjölskyldunni að elda kalkún. Sætkartöflumúsin með kornflex-karamellukurlinu er algjörlega í uppáhaldi hjá mér og frændsystkinum mínum. Því gerum við yfirleitt eitt auka fat af henni til að eiga afgang daginn eftir.“
Fyrir 6-8
Bræðið smjörið og setjið púðursykurinn saman við. Bætið þá kornflexinu út í og hrærið vel.
Stingið göt á kartöflurnar með gaffli. Setjið í 180°c heitan ofn í um klukkustund eða þar til þær eru orðnar linar. Skerið í tvennt og skafið kjötið úr þeim. Öllum hráefnum fyrir kartöflumúsina er hrært vel saman. Sett í eldfast mót og bakað í 20 mínútur og tekið út. Gerið kornflex kurlið og setjið yfir kartöflumúsina og látið aftur inn í ofn í 20 mínútur.
Þessi umfjöllun er hluti af efni í jólablaði Hafnarfjarðar 2023. Jólablaðið hefur þann eina og sanna tilgang að kynna jólabæinn Hafnarfjörð fyrir öllum áhugasömum, fyrir gestum og gangandi og varpa ljósi á þann hlýleika og fjölbreytileika sem býr með fólkinu og fyrirtækjunum í jólabænum Hafnarfirði. Jólablað Hafnarfjarðar er gefið út í sömu viku og Jólaþorpið opnar ár hvert og er dreift 72.500 eintökum. Jólablaðið hefur þann tilgang að kynna jólabæinn Hafnarfjörð fyrir öllum áhugasömum, gestum og gangandi, og varpa ljósi á hlýleikann og fjölbreytileikann sem býr með fólkinu og fyrirtækjunum í Hafnarfirði.
Jólablaðið er aðgengilegt í Fjarðarkaupum, Firði verslunarmiðstöð, þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar, Bókasafni Hafnarfjarðar, Hafnarborg, Byggðasafni Hafnarfjarðar og í sundlaugum bæjarins.
Jólablað Hafnarfjarðar 2023
Allt um jólabæinn Hafnarfjörð
Gera má ráð fyrir að áfram verði tafir á sorphirðu þessa vikuna. Fundað var með forsvarsmönnum Terra nú síðast í…
Við íbúar Hafnarfjarðar fáum tækifæri til að hafa áhrif á uppfærða umhverfis- og auðlindastefnu. Hægt er að koma með hugmyndir…
Skipaður hefur verið starfshópur sem finna á nýjum golvelli stað í landi Hafnarfjarðar. Samráð verður haft við hagsmunaaðila.
„Þótt námskeiðið sé fyrir ung börn er þetta svo mikið gert fyrir foreldra,“ segir María Gunnarsdóttir, sem heldur tónlistarnámskeið fyrir…
Fuglaflensa hefur greinst á höfuðborgarsvæðinu. Heilbrigðiseftirlit sveitarfélagsins hefur samið við Dýraþjónustu Reykjavíkur um að fjarlæga dauða fugla. Meindýraeyðar þurfa staðsetningu…
Drög að nýrri umhverfis- og auðlindastefnu fyrir Hafnarfjörð liggja fyrir. Kallað er eftir þátttöku íbúa í rýni á drögum og…
Ákveðið hefur verið að setja upp tvo nýja ærslabelgi í Hafnarfirði á árinu 2025 á völdum opnum svæðum í bænum…
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…