Jólaþorpið opnaði – Kveikt á Cuxhaven trénu og þúsundir gesta

óflokkað

Opnunarhelgi Jólaþorpsins á Thorsplani var stórkostleg skemmtun. Þúsundir heimsótti hjarta Hafnarfjarðar heim og nutu stundarinnar saman.

Jólaandinn í Hafnarfirði um helgina

Opnunarhelgi Jólaþorpsins á Thorsplani var stórkostleg skemmtun. Þúsundir heimsótti hjarta Hafnarfjarðar heim og nutu stundarinnar saman. Grýla, Stekkjastaur og Bjúgnakrækir skottuðust um svæðið og gerðu usla.

Karlakórinn Þrestir sungu og Lúðrasveit Hafnarfjarðar blés jólatóna. Þau Sylvía Melsted og Árni Beinteinn stýrðu för og athöfninni þegar kveikt var á Cuxhaven-jólatrénu, gjöf vinabæjar okkar,  í 37. sinn.

Hjartasvellið var baðað börnum alla helgina, stuðið var magnað á Barböru fyrir og eftir sýninguna Freyðijól í Bæjarbíói. Já, bærinn iðaði af lífi.

Næsta helgi verður einnig spennandi. Við getum leyft okkur að hlakka til.

Dagskrá helgarinnar

Föstudagur 21. nóvember

  • Kl. 18:45 Söngstund með Sveinka
  • Kl. 19:20 Flugeldasýning Jólabæjarins og Fjarðar frá strandstígnum beint á móti Firði

Laugardagur 22. nóvember

  • Kl. 16:00 Prinsessur undirbúa jólin á Thorsplani
  • Kl. 18 – 20 Myndataka með Sveinka á sviðinu á Thorsplani
  • Kl. 19:00 Sýningarhópur frá Listdansskóla Hafnarfjarðar dansar á Thorsplani, við Hjartasvellið og í Hellisgerði

Sunnudagur 23. nóvember 

  • Kl. 15:30 Tufti og tröllabörnin koma í heimsókn á Byggðasafn Hafnarfjarðar

Já, Það verður gaman að þræða jólahúsin, njóta samverunnar og jafnvel kíkja í Jólahjarta Hafnarfjarðar, tjaldið á bakvið Bæjarbíó, sem opnar um næstu helgi.

Njótum myndanna, augnablikanna sem við sköpuðum saman! Já, við erum svo sannarlega jólabærinn Hafnarfjörður.

Ábendingagátt