Jólaþorpið opnar 14. nóvember – Undirbúningur í fullum gangi

Fréttir Jólabærinn

Spennan magnast. Jólaþorpið rís þessa dagana og opnar 14. nóvember. „Hvert einasta ár finnum við nýjar leiðir til að gera þorpið enn notalegra,“ segir Sunna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri þess.

Jólaþorpið rís í Hafnarfirði

Jólaþorpið. Hver getur beðið? Undirbúningurinn er í fullum gangi. Allt að smella. Hjartasvellið hefur risið. Torgið fer að taka á sig rétta jólamynd. Föstudagurinn 14. nóvember opnar Jólaþorpið okkar. Það hefur risið í hjarta Hafnarfjarðar í 22 ár!

„Ó, jú, ég er svo spennt! Hvert einasta ár finnum við nýjar leiðir til að gera þorpið enn notalegra og meira í takt við jólaandann hér í Hafnarfirði. Jólaþorpið er orðið kær hluti af jólaundirbúningnum hjá mörgum fjölskyldum. Það gleður mig alltaf að sjá hvað fólk nýtur þess að koma hingað,“ segir Sunna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri þess.

Hátt í fimmtíu verslanir og þjónustufyrirtæki standa vaktina í Jólaþorpinu í aðdraganda þessara jóla – allt frá barnavörum, handverki, jólaskrauti, matvöru, sætindum, náttúruvörum. Þá er þorpið í einstakri tengingu við Strandgötuna, sem gerir þetta Jólaþorp okkar Hafnfirðinga einstakt. En hvað er best?

„Ég get ekki gert upp á milli allra þeirra sem koma að þorpinu í ár en ég get sagt að valið var afar erfitt,“ segir Sunna en 90 fyrirtæki og einstaklingar sóttust eftir því að fá að standa þar vaktina. „Við byggðum á reynslunni af því hvað hentar Jólaþorpinu okkar best. Það verður eitthvað fyrir okkur öll.“

Jólaþorpið verður opið:

  • Föstudaga 17-20
  • Laugardaga 13-20
  • Sunnudaga 13-18

Stutt er í opnun og allir lausnir hnútar hnýttir þessa dagana. Margir viðburðir verða í Jólaþorpinu. Að sjálfsögðu Grýla, Leppalúði og jólasveinarnir en einnig prinsessur, VÆB-bræður, kórar og Þrestir.

„Já, Jólaþorpið okkar verður einstakt í ár.“

Ábendingagátt